Forsíđa   

 27.06.2022
 Hćgstreymi eins og í draumi og blóm látleysisins: fjólurSvefn og draumar eru kunnug stef á
Sjösofendadegi 27. júní þegar minnst er
grísku Sjösofendanna, sem sváfu í helli
í 100 ár vegna ofsókna en vöknuðu til
nýrrar aldar og breyttra og betri tíma.

Hægstreymi vitundarlífsins í svefni
og draumi, felur í sér fræ að nýrri þróun.

Lífið er margslungið og á sér sínar
ljósu og dökku hliðar. Grös Jarðar
endurspegla það vel. Sama blóm
getur í senn verið svefn-, drauma-
og lækningajurt en líka eitrað sé
það ekki notað rétt. Magn, tími
blómgunar, hluti plöntu ofl. skipta
mestu í þessu samhengi. 

Grikkir ræktuðu hinar hógværu fjólur
og höfðu blómið í hávegum en voru
jafnframt meðvitaðir um hinar mörgu
hliðar hvers blóms; hverrar sálar...

Í Ódyssseifskviðu talar Hómer um
fjólur hafi vaxið við hellismunnann
hjá dísinni Kalipsó hvar hún hélt
kappanum Ódysseifi í 7 ár eða uns
gyðjan Aþena skipaði henni að aflétta
töfrunum yfir honum. Gat hann þá
loks fundið leiðina aftur heim.

Fjólur eru að fornu og nýju bæði
blóm lífs og dauða í þjóðtrú víða
um lönd. Hjá Grikkjum voru fjólur
táknblóm Persefónar, sem Hades
girntist og nam á brott til undirheima.
Sagnir herma að hún hafi verið að
tína fjólur þegar hún hvarf til Heljar.
Aðrar sagnir herma að hún hafi verið
að tína blóm á engi en einu blómin,
sem hrutu úr vendinum, sem hún
hélt á og náðu samt að festa rætur
á leiðinni niður, hafi verið fjólurnar.
Í úkraínskri þjóðtrú hefur varðveist
undurfögur sögn um tilurð fjólunnar.
Sögnin er á þá leið að ungmenni,
piltur og stúlka, felldu hugi saman
og hugðust giftast en þegar kom
að brúðkaupi, upplýstist gamalt
leyndarmál, að þau væru í raun
systkini. Í harmi sínum að mega
ekki eigast, biðluðu þau til Almættisins
um forsjá og miskunn og óskuðu
þess að þau mættu verða að blómi.
Og til varð þrenningarfjólan fagra,
fjólublá, gul og hvít, sem Úkraínumenn
kalla líka systkinablómið og margar
þjóðir kalla þrenningarfjóluna til
heiðurs heilagri þrenningu.
Fjólur í íslenskri náttúru eru miklir
vorboðar og hafa löngum glatt
landsmenn bæði í görðum og þar
sem þær vaxa villtar. Stjúpublómin
innfluttu eru systurtegund og talað
um fjóludeild og stjúpudeild innan
fjóluættarinnar--Violaceae.
Þessu lítilþæga fjólubláa blómi með
sinni dásamlegu angan og undramætti
til lækninga, hefur verið lýst sem
blómi látleysisins.
Segir svo Grímhildur drottning í
Niflungaljóð frá 12. öld og lykilpesóna
í Völsungasögu Sigurðar Fáfnisbana
og Búrgundaríkis:Enginn er auðmýkri en hún,
og engu gæti fótur þinn léttar troðið,
því hún sýnist næstum blygðast sín,
meiri en gras að vera
svo vel felur hún sig,

Í draumfræðum er fjólan afar gott
draumtákn og fjólublár litur einnig.
Litur innsæis, sammannlegs skilnings,
nándar og friðar.

Eðlisfræðingurinn og náttúruspekingurinn
--höfundur fræðanna um þyngdarlögmálið--,
Ísak Newton, (1643-1672), skipti niður
bylgjulengdum sjáanlegs ljóss á hið
svokallaða litahjól. Hann setti fjólubláa
litinn milli rauðs og blás við enda
sjáanlegra bylggjulengda á hjólinu.
En fjólublár heitir eftir fjólunni og
var sjöundi og síðast liturinn.
Newton þótti feiminn og lítt fyrir
að flíka hugmyndum sínum; hóglegur
og feiminn eins og fjólan...Skáldin okkar tala um litla fjólu sem
grær við skriðufót, eða Akrafjall og
Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar...

Skáldinu og rektornum frá Arnarstapa
á Snæfellsnesi, Steingrimi Thorsteinssyni,
(1831-1913), var fjólan hugleikin, s.s. í
ljóðinu Fjólan og lindin. Hann sá í fjólunni
bæði hógværa fegurð og djúpan
andlegan sannleika í því hægstreymi
lífsins, sem hún vex og dafnar.
Hægstreymi, sem er alltaf til staðar
ef við viljum að gá og skapar
frjóan lífvænleika. Hægstreymi
vitundar í svefni og draumi, er
okkur lífsnauðsyn til endurnýjunar
líkams- og sálarkrafta.

Vorfjólan sér himininn í vakandi
vatnsiðu tærri. Hún sér sjálfa sig
í því hreina og sér þar sinn himinn
um leið, kveður Steingrímur en
fallvaltleikinn er ekki langt undan,
partur af eilífri hringrásinni.
Fjólan lifir af ástríðu þar til hún
hnígur fyrir lindarvatninu tæra,
sem nærði hana og gaf henni tilgang
en sem hún líka veitti gleði og ást:Í lægð undir hamrinum háa,
svo hóglega rennur ein lind,
frá bakkanum fjólan hin bláa
í bununni sér sína mynd.#


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13  14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA