Forsíđa   

 12.04.2020
 Páskar og tími upprisu: tímavíddir eyfirsks afdalabóndaPáskar enn á ný við ysta haf.
Tími upprisu og endurnýjunar
í Náttúru og mannheimi.
Tíminn í raunheimum er öðruvísi
en í draumum en samt er tími
daganna nú, líkari draumi,
raunar líkari martröð en nokkru
öðru eða nokkru sinni fyrr hjá
nútímamönnum. Að hugsa ekki
bara í tímalínum heldur í hringrás,
gæti reynst hjálplegt á þessum
óvissutímum.

Eyfirskur afdalabóndi á síðustu öld,
Kjartan Júlíusson á Skáldstöðum efri,
var þekktur af sínu heimilisfólki fyrir
áhuga sinn á tímavíddum drauma en
einnig af landkönnun sinni á fjöllum;
einkum fór hann þessar fjallaferðir
að kvöld- og næturlagi þegar skilin
dags og nætur runnu saman.
Kjartan skráði daglega drauma sína,
m.a. á pappírshólkana af Tímanum
sem þá var víða keyptur til sjávar
og sveita og barst með ötulum
póstinum/mjólkurbílnum frameftir.
Góð vinkona Skuggsjár, alin upp
hjá Kjartani og konu hans í gamla
torfbænum á Skáldstöðum til
10 ára aldurs, kann ýmsar sögur
af Kjartani og Halldóri Laxness,
sem var mikill vinur hans og
tíður heimilisgestur. Spurning
með Bjart í Sumarhúsum... og
makalaus táknfræði bæjarnafnsins,
Skáldstaðir, í því samhengi!

Kjartani varð tíðrætt um hreina og
tæra loftið á fjöllum og hve létt væri
að ganga þar í efstu hæðum.
Hann lýsir fjallakönnun sinni í bókinni
Reginfjöll að haustnóttum sem Iðunn
gaf út 1978 með formála nóbelskáldsins.
En þar talar Laxness m.a. um fjallamálverk
sem þá voru komin í tísku á veggjum
landsmanna og hve þau færa landann
nær náttúrunni og kynngi hennar.
Enduruppgötvun náttúrunnar á
stofuvegg, hvetur til fjallakönnunar
í raunheimi!

Sannkallað barn náttúrunnar, Kjartan,
sem tók mark á draumum sínum
til leiðsagnar og virti gjafir þeirra.
Um leið og hann kannaði hin þunnu
skil heimanna og möguleikana á
að sækja þangað ljós og visku,
þá virðist hann hafa sótt í
spilverk minninga úr fortíð en
líka áfram úr framtíð líkt og
frumbyggjar víða um heim.
En Öldungar þeirra kveða sér nú
hljóðs og má þar nefna Öldunga
Hopi indíána og frumbyggja
Ástralíu. Skilaboð þeirra
tengjast skilum heima og vídda:
við erum að ganga í gegnum
óhjákvæmilega gátt breytinga,
(port--portal), og inn í nýja tíma
og nýja vídd.Verum vonbjört þessa páska
og gleðjumst yfir lífinu þrátt
fyrir viðsjár. Gerumst læs á
þær rúnir sem náttúran ristir.

#

Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49  50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA