Forsíđa   

 23.09.2023
 Dul og heimaleg draumlög á Haustjafndćgrum - og sauđkindin



Haustjafndægur og morguninn
heilsar í stilltu og sólbjörtu veðri.
Haustlitir hvert sem litið er við lágt
fuglakvak bústinna fugla sem nú
hafa klárað nær öll reyniber garðsins.

Snorri Hjartarson, (1906-1986), kvað 
um haustlitina, húmflæðin, náttkul í 
lyngmó og draumlög, í ljóðii sínu
Á heiðinni:




Húmflæðin djúpum
dökkra hylja
glæður og eim;
við eyra þylja
náttkul í lyngmó,
lindir, mín æðaslög
dul og heimaleg
draumlög.




Tími uppskerunnar nú um stundir og
fjárreksturr af fjalli að mestu að baki.
Íslenska sauðkindin hélt lífi í landanum
í gegnum aldir og ár. Ekki að undra að hún
sé gamalt og þjóðlegt draumtákn.
Einkum í veðurdraumum en þar gildir að
það að dreyma margar hvítar kindur,
sé fyrir snjó. En að dreyma svarta kind,
sé til vitnis um græðgi og freistnivanda.
Almennt er kindin þó fyrir trygglyndi.
Til eru margir veðurdraumar víðs vegar
af landinu þar sem kindur koma við sögu.



Einn slíkur birtist árið 2018, í Dvergasteini,
Þjóðsögur og sagnir úr Djúpavogshreppi,
bók Öldu Snæbjörnsdóttur frá Þiljuvöllum
í Berufirði sem Skrudda gaf út. 
En Alda er ásamt eignmanni sínum, 
Emil S. Björnssyni, ættuðum frá 
Teigarhorni, núverandi eigandi að Brekku, 
húsi Skuggsjár á Djúpavogi til margra ára.


Draumamanninn Snjólf Jóhannsson
frá Krossi, (sem eftir að flytja sem ungur 
maður til Vesturheims, kallaði sig,
S.J. Austmann), dreymdi sem ungling 
hvar veturgamla kind ekkjunnar, móður hans,
og lamb hennar, væri að finna en kindurnar
höfðu horfið í hríðarbyl sem gekk þá yfir,
og ekki fundist:
 


En nóttina eftir bylinn dreymdi mig,
að ég gengi út með sjónum og væri
að horfa hvort ég sæi ekki kindur þessar
í klettunum fyrir ofan láglendið.
Þegar ég kom í Hólsnesið, sá ég hvar
tvær kindur voru að krafsa í snjóinn
í torfunum vestan við Núpsdalinn.
Ég sá að þetta voru kindurnar sem
mig vantaði.



Snjólfur sagði móður sinni drauminn
sem sjálf var mjög draumspök.
Sagði hún honum að fara sömu leið
og hann taldi sig hafa farið þar sem
hún var þess fullviss að draumurinn 
vísaði á týndu kindurnar.
Og gekk þessi draumráðning eftir,
Snjólfur fann kindurnar á sama stað og
hann sá í svefninum og segir svo frá:



Allt gekk eftir því sem mig dreymdi,
nema það að mín sálarsjón í svefninum
var það skarpari, að í svefninum þekkti ég 
kindurnar úr Hólsnesinu, en í vökunni 
var hvorki mér né nokkrum öðrum 
dauðlegum manni slíkt mögulegt.
Fjarlægðin var of mikil til þess.



Draumurinn var líkt og handan rúms
og tíma og fjarlægðirnar engar en í
vökunni þurfti hann að klöngrast langan 
og erfiðan veg til þess að komast að þeim
þó hann sæi til kinda í fjarskanum án
þess þó að sjá hvort þetta væru þær
sem hann leitaði.




Frá Berufjarðarslóðum, hefur Ríkharður
Jónsson, myndhöggvari, sagt föður sinn,
Jón Þórarinsson, verða fyrir fyrirboða og
viðvörun í einstakri dulsýn þegar hann 
bjó á Núpi á Berfufjarðarströnd og var
á leið á jólaföstu til kirkju í Berunesi:



Þegar faðir minn kemur til móts við þau,
(innsk. fjárhúsin), sér hann að ljós er í
húsunum og heyrir að þar er verið að smíða,
hefla, saga og berja af fullum krafti.



Hann fer aftur heim og spyr konu sína 
hver sé að smíða í fjárhúsunum en hún
kveðst ekki vita til þess að þar sé nokkur.
Þegar hann fer aftur af stað til föstumessu,
sér hann að búið er að slökkva í húsunum 
og smíðahljóð þagnað.

Þegar komið er yfir áramót, kom upp taugaveiki
á Austurlandi sem felldi marga, m.a. fyrri
eiginkonu Jóns og börn og einn heimilismann til.
Drepsóttin felldi þau öll á aðeins viku.
Jón brá á það ráð að flytja hin látnu í fjárhúsin
og láta standa uppi og smíða þar utan um 
þau og aðra úr sveitinni.
En hann var rómaður hagleikssmiður.




Dul og draumar í marglaga veru og vitund.
Leggjum við hlustir og skerpum okkar
sálarsýn, meðtökum gjafir draumsins.


#






Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8  9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA