Forsíđa   

 23.04.2011
 Dagdraumar, sköpunargáfa og skrif á messu heilags Georgs



Á þessum degi bókarinnar
- messu heilags Georgs 23. apríl -
um veröld víða,
er vert að minnast þess
að draumar og skrif fara
ágætlega saman og
að hinn innri heimur
allra manna skiptir máli.

Samkvæmt grein í nýjasta hefti
Scientific American - Mind,
þá hafa dagdraumar
til að mynda jákvæð áhrif
á ímyndunaraflið
og sköpunargáfuna.

Í dagdraumunum gefst færi
á að fara í eigið heimabíó,
spá í framtíðina og upplifa
ýmis ævintýri án áhættu,
og það að gefa slíkri
hugarreynslu gaum,
eykur síðan aftur
á sköpunargáfuna.

Margir miklir rithöfundar
hafa sagt frá því
hve það að láta hugann reika
og leyfa sér að dreyma í vökunni,
virki vel á flæði hugmynda
og hjálpi við skriftirnar.

Einn þeirra er tyrkneski
rithöfundurinn Orhan Pamuk
sem hlaut Nóbelsverðlaunin
í bókmenntum árið 2006.
Margir kannast við bók hans
Nafn mitt er Rauður
sem út kom í íslenskri
þýðingu fyrir nokkrum árum.

Nýjustu bækur Pamuk
eins og
Fragments of the Landscape,
Museum of Innocence
og Other Colors,
fjalla um bernskuárin í
Istanbul og uppvöxtinn þar,
hugmyndaþróun, þykjustuleik
og drauma þar sem hann
segir m.a. frá heimi
sem hann bjó sér til sem
barn og dvaldi löngum í
og var þá einhver annar
en hann sjálfur:
siglandi um í kafbáti
á stofugólfinu hjá ömmu...

Heimurinn yrði bæði flatari
og fátæklegri ef hæfnin
til að dreyma dagdrauma
glutraðist niður og/eða
fólk hætti að gefa
sér tíma til þess.

Talað er um að
nútímamaðurinn lifi í
ódraumlegum heimi firringar
en ætli þetta sé ekki
undir okkur komið sjálfum
eins og svo margt annað?

Samkvæmt áðurnefndri grein
í Scientific American,
þá eyðir heilbrigður einstaklingur
um 30% af vökutíma sínum
í það að láta hugann reika
og dreyma dagdrauma,
ýmist jákvæða eða neikvæða,
og inn á milli heilmiklar fantasíur
enda þótt þær séu öllu fágætari.

Þrátt fyrir ódraumleika nútíma
neyslusamfélags og tómhyggju,
þá sækir draumurinn á
í vísindum og fræðum samtímans
sem sjá má á skrifum
í ýmsum virtum vísindatímaritum,
sbr. nýjasta tölublað
Scientifc American-Mind
og hér hefur verið sagt frá.

Ennfremur á þeim áföngum
sem nú er boðið uppá
við suma virtustu háskóla í heimi
eins og Toronto háskóla í Kanada.
Þar er t.a.m. boðið uppá áfanga
um drauma, draumreynslu,
andlega drauma, draumsýnir
og draumvitranir innan
hinnar gagnmerku
Trúfræðideildar skólans
sem nota bene stendur við
stræti heilags Georgs í hjarta
heildstæðs háskólahverfisins.

Talandi um Toronto,
þessa stærstu borg Kanada,
þá er miðborgin algjört rag-tag
í húsagerðarlist,
eins og tætingslegur draumur,
allt á rúi og stúi og búið
að troða glerstórhýsum inn
á milli gamalla bygginga
eða jafnvel ofan á þær.
Líkt og að koma í
riasavaxið Legoland
þar sem glansandi plastkubbum
og gömlum viðarkubbum
hefur verið hrært saman og
ýmist verið að rífa niður
eða byggja upp.
Útkoman jafn súrrealísk og hún er,
 samt ótrúlega sjarmerandi!

Gular og glaðar páskaóskir!


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236  237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA