Forsíđa   

 21.06.2017
 Alheimsleg töfrastund á sólstöđum og gulur fáni í draumi nćtur...Lengstur sólargangur
þegar Norðurpóll snýr
næst sólu hæst á lofti:
sumarsólstöður og í
þetta sinn bar töfrastundina,
sjálfa sólstöðumínútuna,
upp síðla nætur, eða kl. 04.24.
Sama alheimslega töfrastund
hvar sem var á Jörðu
þegar sólin sat kyrr sem
snöggvast á himninhvolfi
áður en hún skipti um rás
og tók að telja niður í átt
að vetrarsólstöðum.
Dagar verða styttri og
nótt tekur að lengja.Í hinu sérstæða breytinga-
streymi náttúrunnar
á hverjum stað og tíma,
er þekkt að opnast á
aukið flæði drauma.
Framundan eru fleiri
magnaðar draumnætur:
Jónsmessan með sínum
töfrastundum og kynjum
  á nýju tungli þann 24. og
Sjösofendadagur þann 27.
Viss blessun að vera
vakin af draumi nætur
stuttu fyrir sólstöður
og hafa dreymt bjartan,
gulan nýjan fána blakta við
hún í fjalllendi Uttarakhand
á Indlandi hvaðan Skuggsjá
hefur rannsakað drauma!En líkt og með hina
magnþrungnu sólstöðustund,
þá reynir maður ekki
að túlka svona draum, bara
þakka pent fyrir sig og njóta
kyrrðar og helgi draumsins.Í Únglingnum í skóginum,
yrkir Halldór Laxness um hið
draumlega í manni og náttúru;
streymi vitundar, ákall
á milliliðalausa skynjun
án íþyngjandi túlkunar:
Meðan kliður dagsins
í kveldsins friði
eyddist
og niður lagsins
í eldsins iði deyddist

rétti hann mér höndina, benti til
sólar og saung:


Eia ég er skógurinn
skógurinn sjálfur:
Morgunskógurimn drifinn dögg
demantalandið;

ég er miðdegisskógurinn,
málþrastarharpan;
kvakandi kvöldskógurinn
rökkurviðurinn
reifður hvítum þokum;

grænklæddur gaukmánuður
guðlausra jarðdrauma;
himneskur losti
heiðinnar moldar*
 


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100  101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA