Forsíđa   

 11.03.2017
 Príl um himinhvolf: stjörnuljós og draumarNú gerast stór tíðindi
nær mánaðarlega
út frá príli mannsins
um himinhvolfin og
eiga nýjustu sjónaukar
þar stóran þátt.
Þetta eru sannkallaðir
stjörnudagar og orð
að sönnu því festingin
hefur lokið upp portum
sínum vetrarkvöldin löng
í glæstu sjónarspili.
Venus t.a.m. óvenju
björt, stór og skær
í nýliðnum febrúar.
  Sjálf Vetrarbrautin:
Milky Way, Mjólkurvegur,
sem glitrandi borði...Húm við sólarlag
svo tært og dimmblátt
Geimurinn flæðir yfir himinhvolf

kveður prestur innflytjenda,
hinn japanski Toshiki Toma.Talandi um himinsýn,
þá sjást frá Íslandi
um 53 stjörnumerki af
þeim 88 sem þekkt eru
í vetrarbraut Milky Way.
Nýjasta uppgötvun
stjarnvísindanna tengist
áður óþekktu sólkerfi
í einu stjörnumerkjanna og
utan-plánetum þess eða
eco-plánetum, (miðað
við okkar sólkerfi),
í Vatnsberanum: Aquarius.Þessi uppgötvun varð
er stjörnusmásjónaukinn
Trappist greindi 7
plánetur í sólkerfi sem
nú kallast TRAPPIST-1,
í um 39 ljósár frá Jörðu.
Sambærilegar að stærð
og massa og Jörðin og
Venus og vatnsskilyrði
til lífs etv. gerleg
á nokkrum þeirra.


 
Ennfremur hefur nýlega
verið staðfest tilvist
systurvetrarbrautar okkar
vetrarbrautar hvar litla
sólkerfið okkar er eitt
margra: tímabært að læra
  að auðsýna smá hógværð
í stóra  samhenginu!
Í raun er það skyn
stjarnanna, ljós þeirra,
sem er að miðla allri
þessari nýju vitneskju
  fyrir tilstilli æ næmari tækni.Og ekki nóg með það,
heldur snýst nýjasta
uppgötvunin um möguleg
risastór ljósskip fjarlægra
stjörnuflota en bylgjumerki
hafa greinst dauft sem
gætu sannað slíka tilvist
og þá um leið tilvist
annarra sólkerfa og
fjarlægra vetrarbrauta.
Könnunarfley? Og kannski
búið að uppgötva okkar
litlu Jarðarplánetu?
(sjá Sky news 8. mars sl.).The truth is out there!Jörðin er hugsanlega
að komast í snertingu
við annað lif og ekki
laust við að hugmyndir
hins merka vísindamanns
og föður íslenskrar
jarðfræði, dr. Helga Pjeturss,
um eðli svefns og drauma,
leiti á hugann. Vonandi eru
samt ekki lífverur á öðrum
hnöttum að taka yfir vitund
okkar í svefni og við þeirra
eins og hann hélt fram!Nú um stundir er
nefnilega alveg nóg
að glíma í því að vera
venjulegur draumfari
og Jarðarbúi með
erfðabreytta sætkartölfu
í líki eins af helstu
leiðtogum plánetunnar,
svo vitnað sé í Baggalút!*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104  105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA