Forsíđa   

 19.06.2015
 Draumar húnvetnskra kvenskörunga um betri heimTil hamningju með daginn
og 100 ára afmæli
kosningaréttar kvenna!


Draumurinn um
aukin kvenréttindi,
bættan heim og
betri tíð fyrir alla,
á sér sterkar rætur í
íslenskri kvennamenningu
í sveiitum landsins.


Svo sérkennlega
hefur lífið raðað
 upp stórum áföngum
í kvennabaráttunni á
19. öld og á fyrri hluta
þeirrar tuttugustu,
að margir þeir
kvenskörungar sem
mörkuðu brautina,
 voru húnvetnskar
stórhuga bændadætur.
Sem hrifu aðrar konur
með sér hvaðanæva.


Konur eins og Vatnsdælingarnir
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
og Halldóra Bjarnadóttir
og Björg C. Þorláksson
frá Vesturhópshólum.
En Bríet var lengst af
alin upp á Bövarshólum
í Vestur-Hópi.
Þær voru allar fæddar
eftir miðja 18. öld í
þessum fögru og
gróðursælu húnvetnsku
sveitum hvar sauðkindin
hefur um aldir verið bústólpi.
.


Ólíkir en sterkir persóuleikar
og marksæknar eftir því.
Allar lögðu þær sinn skerf til
menntunar barna og kvenna,
aukinna kven- og lýðréttinda
og jafnræðis kynjanna og
til æðri vísinda og mennta
sem við njótum góðs af
enn í dag en áfram skal haldið..


Bríet bauð sig fyrst
kvenna fram til Alþingis
eftir að konur fengu
 kosningarétt 19. júní 1915.
Halldóra varð fyrsti
kvenskólastjóri
íslensks barnaskóla
og Björg varð fyrsti
íslenski kvendoktororinn.


Draumurinn skiptir máli:
draumurinn um betri daga
er driffjöður góðra verka.


Í Draumvísu sinni frá 1999,
kveður hinn kunni píanókennari,
Elín Jónsdóttir Dungal
um drauminn um næsta dag:Brugðinn næturblundurinn
blessaður hvíldargjafinn
þér til dýrðar drottinn minn,
er dagur aftur hafinn.


Við biðjum æ um betri dag
bjarta ævi og glæsta
en eigum þennan dag í dag
og drauminn um þann næsta.
*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135  136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA