Forsíđa   

 04.10.2015
 Hókus pókus lýđrćđisdraumar...



Rauður ofurmáni/blóðmáni
að baki og laufvindar
blásandi um land allt.
Og því miður, ekta
náttúruhamfarir í
Skaftárhlaupi;
synd og skömm ef
bændur fá eigi bætt
slíkt hamfaraflóð.


Það er þetta með ofurvald
peninganna sem öllu stjórna:
oft undirfurðulegt að sjá
hvað hlýtur pólitíska
náð og hvað ekki,
sbr. vanda flóttafólks
og hælisleitenda.


Lýðræðið hefur þróast æ
meir í átt að  eins konar
hókus pókus lýðræði í
þessari íslensku paradís
lýðræðisins
svo vitnað
sé til orða Sindra Eldon
í nýlegri grein hans
í tímaritinu Vice sem
lesa má á Vice.com


(Verst að ungir Íslendingar
eru teknir að flýja land;
hver sér við brellumeisturum
og sjónhverfingum hrunsins?).


En já, hókus pókus;
það er einmitt búð með
því nafni á Laugavegi 69
en í því ágæta húsi
æfði móðir Sindra,
Björk Guðmundsdóttir,
á sínum fyrstu árum
uppi í risi ásamt
félögum sínum í
boði forvera Skuggsjár.


Í textanum við lag
Madonnu Bedtime Story,
sem Björk ofl. sömdu,
er talað um að það
komi stundir þar sem
glamur orða og stelgd
 yfirborðshyggja dagsins
fái ekki lengur ráðið
heldur undirvitundin
og flæði tilfinninga:
Traveling, to the arms
of unconsciousness
.


Við þurfum mjög á
því að halda að tengjat
dýpri tilfinningum og
raunverulegri meðlíðan til
að bæði sjá og breyta rétt.
Draumar til sköpunar
og endurnýjunar,
rísa í undirvitundinni.


Vonandi fær fólk áfram
notið svefns og drauma
og góðrar næturhvíldar:
að nóttin fái frið
til að gefa ró um
hugans drauma brautir,

eins og austfirska
skáldið og skólamaðurinn
 Knútur Þorsteinsson
kvað í kvæði sínu
Ég bið þig, nótt:


*



 


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135  136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA