Forsíđa   

 06.03.2011
 Börn og ungmenni ţurfa nćgan svefnNýverið birtu nemendur
í eldri bekkjum grunnskólans
á Stórutjörnum
í Ljósavatnsskarði
niðurstöður úr
merkilegri svefnkönnun
sem þeir höfðu lagt fyrir
bæði eldri og yngri
samnemendur sína.

Í ljós kom að nemendur,
einkum þeir eldri,
sváfu að jafnaði
nokkrum klukkustundum
of lítið og uppskáru
að vonum slakt dagsform,
orkueysi, á stundum
andlega vanlíðan
 og skert afköst.

Þessar niðurstöður ættu
að vekja til umhugsunar
um mikilvægi nægs svefns
fyrir líf og heilsu
og koma því miður
ekki beinlínis á óvart
í neysluhyggju nútímans.
 
Endurnýjun líkama og sálar
í djúpum hvíldarsvefni og
endurnærandi draumsvefni
er miklu nauðsynlegri
vexti og þroska
barna og ungmenna
en allar heimsins
snjáldurskinnur
og sýndarheimar
tölvualdar.


Sofðu litli ljúfurinn

Sofðu litli ljúfurinn,
leggðu vanga að móðurkinn,
ég skal syngja sönginn minn,
unz svefninn lokar bránni
og draumur tyllir tánni.
Svífðu inn í sólhvít lönd,
sigla fleyin þar við strönd
draumabjört við dagsins rönd
dansar bára á miði.
Allt er faldað friði.

(Guðrún Auðunsdóttir, Í fjörugarði fyrrum, 1956).


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237  238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA