Forsíđa   

 23.09.2013
 Jafndćgur á hausti og orđsnilld drauma í fornsögumJafndægur á hausti
gengin í garð
með mikilli dýrð
og fögru sólsetri
í gærkvöldi
um land allt.
Til mikils að vinna
að leggja rækt við
land og fósturjörð.
Byggja landið jafnt
í blíðu sem stríðu.
En gerningar/gjörningar,
(af hvaða völdum
sem er),
eru sýnu verstir í
þessu samhengi.

Þjóðtungan býr
yfir mögnuðum
og myndrænum
orðtökum og
orðatiltækjum
sem rætur eiga
í draumreynslu
þjóðar í þessu
landi við ysta haf.

Orðtök og orðatiltæki
eins og:


Að láta draum sinn rætast.

Að dreyma fyrir daglátum.

Að vera berdreyminn.

Að segja draum sinn.

Að lesa í drauma.

Að vakna við vondan draum.

Betra þykir mér dreymt
en ódreymt.

Ekki læt ek drauma
ráða förum.

Ekki er mark að draumum.

Illa hafa mér gefist
draumar í dag.

Undarlega hafa mér
draumar gengið.
Hið síðastnefnda 
er haft eftir Ásdísi
á Bjargi í Miðfirði,
móður Grettis sterka
Ásmundssonar.
En í Grettis sögu
eru m.a. frásagnir af
erfiðum draumförum,
myrkfælni frægasta
útlaga Íslands
- lengst í útlegð allra
eða í um 19 ár -
ofskynjunum hans
og áfallastreitu eins og
seinni tíma fræðimenn
 vilja nefna það.

Þegar Ásdís kveður
yngsta soninn Illuga
og Gretti áður en
þeir halda til útlegðar
í Drangey á Skagafirði,
farast henni svo orð:


En undarlega
hafa mér
draumar gengið.
Gæt ykkar vel
í gerningum.
Fátt er rammara
en forneskjan.


Eins og sagan sýnir,
reyndist hin draumspaka
Ásdís mjög sannspá um
örlög sona sinn sem vegnir
voru í Drangey fyrir
tilstilli galdra og gjörninga.
Grettir hafði þá nær fullnustað
útlegðardóm sinn.(Úr Grettis sögu,
 höf. ók. 14. öld).*Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153  154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA