Forsíđa   

 01.01.2016
 Draumur um baunina sem lífsbjörg á ári belgjurta 2016Ár belgjurta, fræja
og sjáfbærrar tilvistar,
er risið, árið 2016.


Belgjurtir á borð við
soya baunir, rauðar baunir,
grænar baunir, linsubaunir
og kjúklingabaunir eru
fullar af eggjahvítuefnum
og góðum kjarnsýrum.

 
Baunir eru bæði
hollur og ódýr matur.
Þær efla almennt
heilsufar og eru taldar
draga úr líkum á ýmsum
alvarlegum sjúkdómum
svo sem sykursýki,
hjartasjúkdómum og
krabbameinum.


Belgjurtin - baunin -
var og er enn mörgum
á jarðarkringlunni
undirstaða lífsbjargar.
Með baunum eins og
soyjabaunum og rauðum
baunum væri raunar
hægt að brauðfæða
alla jarðarbúa
sökum hás og
 fjölþætts næringargildis.


Meðal þjóðanna í
austri og vestri var
ákveðin helgi á
baunum, ekki síst
á soyabaunum og
rauðum baunum.
Indíánar Ameríku
 álitu til að mynda
þessar tvær baunir
brú á milli heima.
Því bar að rækta þær,
meðhöndla, elda og
  framreiða af virðingu
 fyrir Móður Jörð sem
gaf þær mannkyninu
til vaxtar og viðgangs.


Helgi þessara bauna
meðal þjóða heims
og þeirrar gjafar úr
ríki náttúrunnar sem
baunir eru mannkyni til
 sjálfbærni og framgangs,
minnir á eitthvert
frægasta ævintýri
allra tíma, söguna af
Jóa og baunagrasinu.
Ferð Jóa á milli heima
er byggð á draumi Jóa.Gleðilegt ár bauna
og drauma 2016!
*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127  128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA