Forsíđa   

 21.04.2019
 Íhygli í draumi á páskum og ný merkingarbćr sýn



Páskar eru tími
þjáningar og upprisu,
heilunar og nýrrar
sýnar hvar hið forna
frósemistákn, eggið,
leikur stórt hlutverk,
táknrænt fyrir mystíska
umbreytingu, nýtt upphaf.
Minnir á að við þurfum
að virkja kraftana, leysa
sköpunar- og heilunaröfl
vitundarinnar úr læðingi,
vekja nýja von.





Íhygli í vöku sem draumi,
er öllum nauðsynleg
til vaxtar og þroska:
að sálarlífið fái tíma
til að vinna úr lífsreynslu
og öðlast merkingarbært
inntak, hvílast og endurnýjast.
Fyrr á öldum var svokölluð
draumleiðsla, - dream incubation -,
þekkt til þess að komast í
djúpt og íhugult draumflæði,
dreyma heilandi drauma
sem m.a. milduðu íþyngjandi
einkenni þjáninga og áfalla.





Nýleg bók um svefn og drauma
Why We Sleep, eftir Matthew
Walker, prófessor í taugavísindum
við Berkeley háskóla í Kaliforníu
og þar áður við Læknadeild
Harvard háskóla, hefur farið sigurför
um heiminn undanfarin misseri
og á óefað sinn þátt í þeirri
byltingu sem er að verða
í skilningi manna á mikilvægi
góðra svefngæða fyrir líf
og heilsu ungra sem aldinna.





Lögð er áhersla á þá endurröðun
í minni sem svefninn veitir í
gegnum úrvinnslu draumlífsins,
á nýjan lærdóm og frjóa og
skapandi hugsun og þá heilun
sem íhygli í draumi getur
haft á úrvinnslu þjáningarfullrar
áfallalreynslu en lengi hefur verið
vitað að svefninn læknað getur.





Í ljóðabók fyrrum Berkeley stúdentsins,
Jóhanns S. Hannessonar, skólameistara
og skálds, Ferilorð frá árinu 1977,
er ljóðið um eplatréð sem átti að höggva
og þá gagnrýnu íhygli sem fær
okkur til að endurskoða og sjá
það sama og áður blasti við
en nú í nýju ljósi með nýja merkingu:






Meðan ég var að leggja öxina á
(þó eplatréð sé fúið, þarf að bíta),
sá ég í hug mér bleikrauð eplablómin
bærast í vorgolunni, en það var aðeins
andartaks hik. Ég fór í gegnum garðinn
og gekk að trénu, fann mér veikan blett,
og reiddi hart til höggs. Þá gaf mér sýn
um hag mín sjálfs. Tréð stendur þarna enn.





*





Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71  72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA