Forsíđa   

 01.01.2022
 Dýrmćti lífsins á nýju ári og mannveran sem draumvera
Nýtt ár er risið úr regindjúpi
tímans og það gamla hnigið.
Von um betri tíð í kófinu, er
endurvakin, og líkt og í öðrum
krísum, vaknar spurningin um
endurmat og nýja sýn á alla
hluti.Viss sorgartími ríkir hjá mörgum
um veröld víða yfir þeim og
því sem fólk og samfélög
hafa misst síðustu misseri.
Einnig í afkomu og lífsgæðum.

Veðuröfgar, flóð og eldar
hafa ógnað tilvist margra
lífvera--manna, dýra, plantna--
um heimsbyggð alla.

Árangur, sem náðst hefur í
mikilvægum baráttumálum,
hefur hrapað eins og á sviði
fátæktar og mannréttinda.

Skortur á tilgangi og tengingu;
merkingu. Vaxandi og lýjandi
einmanaleiki orðið kunnugt stef
í daglegri tilvist margra.

Nú þarf að bretta upp ermar
og hafa hraðann á.
Kominn tími til að tengja,
svo vitnað sé í Skriðjöklana,
sællar minningar.

Já, hvað tengir okkur sem
fólk, þjóð í samfélagi þjóða?
Eitt af því eru draumarnir.

Allar mannverur eru líka
draumverur og draumarnir
tengja alla menn. Bæði
draumar nætur og dags.
Dýrmæt er gjöf draumsins,
þeim, sem hlustar og hyggur.
Vitundarmögnun draumsins
og tenging við innri svið,
gefur orku til umbreytinga.
Sagt er, að missir skerpi
skilning á dýrmæti lífsins.
Og að besta ráðið við
kalblettum á mannlífinu,
sé blómstrandi umhyggja.


Svo skrifaði séra Jakob Ágúst
Hjálmarsson, prestur Ísfirðinga
en ættaður frá Bíldudal, í bók
sinni, Þormóðsslysið 18. febrúar,
1943, (útg. Vestfirska Forlagið,
2013) þegar 70 ár voru liðin frá einu
mannskæðasta sjóslysi Íslands-
sögunnar, Þormóðsslysinu
svokallaða. Í því fórst 7 manna
áhöfn og 24 farþegar á flutninga-
skipinu Þormóði, út af Garðskaga
á Reykjanesi í algjöru aftakaveðri,
konur, karlar og börn.
Flestir, eða 22, frá Bíldudal,
á leið í höfuðstaðinn.

Að rísa upp úr slíkum missi,
er ofurmannlegt. Sár gróa
í rás tímans. Elska, skilningur
og hluttekning í verki, græðismyrslin.
Megi árið 2022 reynast
tími blómstrandi umhyggju
í samfélögum mannvera og
draumvera nær og fjær.

#

Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10  11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA