Forsíđa   

 13.12.2015
 Draumur um grćna framtíđ; úr ţessu hvíta blómi...Í ljóði eftir Gunnar Dal,
skáld og heimspeking,
og sem hvað mest hefur
ritað um Indland og forna
speki, segir á einum stað:Úr þessu hvíta blómi
vann býflugan hunang
og köngulóin eitur.
Erindið sýnir vel
að Náttúran á sér
fleiri en eina hlið.
Og að við þurfum
að rækta með okkur
skilning þar á og
umgangast hana af
ástríki og virðingu,
vinna með henni að
eðlilegu jafnvægi.En náttúruhamfarir
og loftslagsbreytingar
nútímans sýna gjört,
að langur vegur er
frá því að við höfum
unnið með Náttúrunni;
við höfum raunar lengi
unnið gegn henni.Loftslagsbreytingarnar
og veðurhræringarnar
eru það afgerandi
að ekki er einungis
lífríkjum Jarðar ógnað
heldur þar með líka
hagkerfum og samfélögum.Alþjóðlega samkomulagið
sem náðist á Parísar-
ráðstefnunni í gær, þann
12.12. um græna framtíð á
plánetunni öllum til handa,
verður vonandi virt og
unnið eftir því af festu með
áherslu á  minni orkunotkun
og orkusóun og hóflegri
neysluvenjum jafnt
einstaklinga sem þjóða.
Auka sjálfbærni sem mest.Markmið samkomulagsins
 er að gera hnattrænt átak
 til að auka kolefnisbindingu
og vinna gegn losun gróður-
húsalofttegunda. Vinna gegn
2ja gráða hlýnun Jarðar.
Og setja sérstakt fjármagn
í átakið til þróunarlanda
sem fjölmörg eru enn
háð jarðefnaeldsneyti
eins og kola, sbr. Indland.En miðað við vaxandi
ómennsku og skepnuskap
á mörgum sviðum,
- og eru Íslendingar í
faðmi blárra fjalla þar
engin undantekning -,
þá er rík ástæða til að
standa vel á verðinum. Eða líkt og Gunnar Dal
  veltir fyrir sér í ljóði sínu
um steinana, blómin og
skilningstréð góðs og ills,
þá er maðurinn sjálfur
mesta ógnin í hlutverki
drottnarans. Spurt er:
í hvað  munu mennirnir
breyta manninum
?Úr þessu forna grjóti
reistu sumir musteri
og aðrir kauphöll.

Úr þessu hvíta blómi
vann býflugan hunang
og köngulóin eitur.

Og ávextir skilningstrésins
urðu sumum nýtt líf
og öðrum dauði.

Í hvað munu mennirnir
breyta manninum?(Gunnar Dal 1923-2011;
Raddir morgunsins, 1964).
*Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134  135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA