Forsíđa   

 24.09.2019
 Glađir fuglar og draumafans á haustjafndćgrumÓvanalega hlý og fögur
jafndægur á hausti voru
í gær og var kvöldhiminn
heiðrökkurbjartur, og
skír og tignarlegur
stjörnufans sveif
skautanna á milli.
Fuglar höfðu stundað
berjatínslu daginn langan,
bústnir og glaðir en kúrðu
nú hljóðir eftir dagsverkið
á sínum griðastað víða
í görðum landsmanna
eða í faðmi náttúrunnar.
Hógværir gleðigjafar;
víða steðjar nú mikil
ógn að bræðrum þeirra
eins og í BNA þar sem
nær 30% tegunda hafa
eyðst á örfáum áratugum.

Já, hvað er hægt að biðja
um meira en svona dýrð
að hausti og svífa í draumlönd
inn hlustandi á óminn frá
söng Dórótheu Blue birds
--oftast þekktur sem
Over the rainbow--í
einhverri merkustu kvikmynd
allra tíma, Galdrakarlinum í OZ?
Þegar enginn vildi hlusta,
dreymir hana um staðinn
sem ekki er litaður af
vandamálum stundarinnar,
um staðinn sem ekki er fært
að komast til með heðfbundnum
hætti, staðinn handan
regnsins og mánans...
Bláir fulgar svífa þar um
handan regnbogans og á endanum
kemst hún þangað í draumi:
Someday, I wish upon a star
Wake up where the clouds are far behind me
Where trouble melts like lemon drops
High above the chimney top
That's where you'll find me

-----

Somewhere over the rainbow
Blue birds fly
And the dreams that you dream of
Dreams really do come true
(Úr the Wizard of OZ;
texti E.Y. Harburg, 1939.
Upphaflega sungið af hinni
17 ára Judy Garland,
við ballöðu Harold Arlen
en hún lék Dorothy í
myndinni sem byggð er
lauslega á sögu L. Frank Baum,
the Wonderful Wizard of Oz).
Já, gætum þess að draumarnir
verði ekki teknir frá ungdóminum
og komandi kynslóðum eins og
Greta Thunberg orðar það.*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57  58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA