Forsíđa   

 09.06.2011
 Túlípanadraumar Skuggsjár senn ađ veruleika...



Nú fara túlípanadraumar
Skuggsjár senn
að verða að veruleika
með þátttöku í
5 daga alþjóðaráðstefnu
evrópskra draumasetra
og draumastofnana
sem hefjast mun
í Rolduc í Hollandi á
Jónsmessu 24. júní nk.
Sjá nánar á www.iasd.org

Mun Skuggsjá bæði
verða með kynningar á
starfsemi setursins
og erindi um draumahefð
 Íslendinga fyrr og nú.

Segjum hér til gamans frá
túlípanadraumi Dídíar
sem fram kom á nýliðnum
veðurfundi Veðurklúbbsins
á Dalbæ í lok maí sl. 
En vonandi er júníhretið
sem klúbburinn spáði
í kringum 10. júní,
nú að ganga yfir landið
á næsta sólarhring
og gerir ekki skaða.

Draumur Dídíar var
á þá leið að henni
fannst hún koma
að gylltum stiga sem
lá hátt upp og er
hún fór stigann,
kom hún þar sem
salarkynni voru öll
gyllt og björt.
Á einum veggnum
var málaður
hár túlípani,
líkt og yfirskyggður
gullslikju og bar eitt
fallegt blað og sterkt.

Er Dídí vaknaði
af þessum einstaka draumi,
leið henni mjög vel
og hafði á orði að sjaldan
hefði sér liðið jafn vel
af draumum næturinnar.


Þennan draum
má flokka sem djúpan
andlegan draum
sem er táknrænn fyrir
sálræna umbreytingu
og tengingu við
æðri vitundarsvið
án þess að fela
endilega í sér forspá.


En á ráðstefnunni
í hinu fornfræga hollenska
miðaldaklaustri Rolduc,
verður sérstakur dagur
- Pastoral Day -
haldinn 25. júní.
Dagur helgaður
andlegum draumum
og mikilvægi þeirra
í lífi nútímamanna
á því yfirgangsskeiði
sem ríkir í trúmálum
og menningu samtímans.

Leiða má getum að því
að á umbrotatímum
í mannkynssögunni,
séu það draumarnir
sem fólkið leitar til
eftir dýpra innihaldi
og merkingu;
þeir opni á nýja
hugsun og skilning
og leiðina áfram.

Þekktir eru djúpir
andlegir draumar
sem kölluðu fram
gagngera umbreytingu
á lífi og köllun
höfunda allra helstu
trúarbragða heims.

'



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229  230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA