Forsíđa   

 28.02.2019
 Jöklar sem draumbćkur tímansJöklarnir geyma tíma.
Vatnið í jökullögum
er sumt árþúsunda
gamalt og geymir
minningar tíðafars og
aldafars í ákveðnu
tímaleysi sem á vissa
hliðstæðu við drauma
og dulmögnun draumlífs.
Frosið flæði í tíma
jafnt sem tímaleysi...
Að lesa í jöklafar
er líkt og að kíkja í
draumbækur tímans:
í lögum jökla geymast
skrif alda og raunveru
í rúmi sem er ískalt,
frosið og dulúðugt,
eldur brennur undir...
Eða þar til í nútíð að rúm
jökla er að bráðna hratt.
Íslenskir jöklar hopa sumir
um tugi ef ekki hundruði
metra á ári hverju
samkvæmt sporðamælingum
undangenginna áratuga.
Verstu spár--martröðum líkastar--,
reikna með að þeir verði
alveg horfnir eftir 150 ár
ef svo heldur fram sem horfir.
En það dugar heldur engan heimsótta.
Viljum við sjá að baki
jöklum landsins í hnattrænni
hlýnun sem engu eirir?
Jöklunum, þessum magnþrungnu
kröftum í náttúru Íslands,
þessu fósturlandi elds og ísa,
náttúrafl sem við höfum
umgengist af óttablandinni
virðingu og sem hafa
verið nauðsynlegur hluti
vistkerfis okkar fyrr og nú
og sem iðulega voru ekki
klifnir nema að eiga visst erindi...
En jöklar og jökullendur
hafa líka reynst griðalönd
og er hæsta fjall Vesturlands,
Eiríksjökull, gott dæmi þar um,
--einn elsti móbergsstapi jarðar--
en í gróðurvinjum og vatnafari
í ríki jökulsins sótti fólk björg
í bú í gegnum aldirnar
og/eða átti þar athvarf.
Allt í einu áttum við okkur
á óbilgirninni og eyðingunni
sem eru að skekja lífvænleika
jarðar; manngerðar hamfarir.
Dæmin hrópa alls staðar:
Okið sem alveg hvarf,
minnkun Breiðamerkurjökuls,
Sólheimajökuls, Snæfellsjökuls,
Drangajökuls og áfram má telja.
Ægifögrum og ógnþrungnum
heimkynnum jökla hefur verið líkt
við dulvitund mannsins, speglandi
sálræna vegferð á þroskaleið.
Líkt og með svið vitundarinnar,
renna skilin milli jarðar og himins
gjarnan saman eins og Laxness
talar um í Heimsljósi, þar sem
jökulinn ber við loft...
Víðernin ofan 500 metranna
þekja um 40% landsins alls,
hvar fjölfarnar þjóðleiðir rákuðu
landslag öldum saman.
Jarðfræði og gróðurfar fjölbreytt.
Litir og tónar gæða jöklana
sínu lífi og í návígi og nábýli
við þessa harðneskjulegu
en töfrum líku vætti,
hefur mannlíf og menning
náð í jafnvægri sátt manns
og náttúru að halda velli.
Mættum við öðlast gæfu
til að læra á hljóm Móður
Náttúru og bregðast við,
nú þegar jökullinn
rymur og stynur undan
yfirgangi stærilátra manna.
Jökullinn stendur þögull
reisir glókollinn stoltur
til móts við húmið.(Toshiki Tomi, 1958 - ;
úr Jökull og húm, 2010).*
Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66  67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA