Forsíđa   

 30.11.2021
 Heilagur Andrés, verndardýrlingur Skotlands, og Andrésardraumar í Dýrfirđingagođorđi




Í dag, 30. nóvember, er
Andrésarmessa, kennd við
heilagan Andrés, fiskimann
og bróður Péturs postula.
Hér á landi var helgi á Andrési
og heitið á hann til gæfu við
velferð heimilis og hjónabands;
þegar menn reru til fiskjar,
og til lækninga, einkum hálsmeina.





Í Dýrfirðingagoðorði fyrir vestan,
hvar Hrafn Sveinbjarnarson,
læknir og goðorðsmaður á
Eyri við Arnarfjörð, réð ríkjum
á 12.og fram á 13. öld, var
þekkt helgi á Andrési.

Fiskimið eru þar viða gjöful enda
eftirsótt af bæði Íslendingum
og erlendum sjómönnum í
gegnum aldirnar, s.s. Bretum,
Frökkum, Spánverjum,
Norðmönnum, Þjóðverjum
og síðar Bandaríkjamönnum.
Verslun, viðskipti og þjónusta
byggði upp þorpin á þessum
slóðum, t.a.m. Þingeyri við
Dýrafjörð, sem er elsti
verslunarstaður Vestfjarða
og meðal þeirra elstu á landinu.






Þegar Hrafn fann dauða sinn
nálgast, er sagt að hann hafi
dreymt heilagan Andrés.
Einnig eru þekktir draumar
Tómasar, vinar Hrafns í Selárdal,
af heilögum Andrési, fyrir þeim
hörmungaratburði þegar
Hrafn var hálshöggvinn á Eyri,
þann 4. mars 1213, af óvildar-
manni sínum, Þorvaldi
Vatnsfirðingi og mönnum hans.






Heilagur Andrés er verndardýrlingur
margra Evrópulanda. Má þar nefna
Skotland, Rússland, Úkraínu, Girkkland,
Rúmeníu, Kýpur og Tenerife. Hann á
sér heiðurssess í Austur-kirkjunni sem
æðsti patríarkinn í Konstantínópel.
En dýrlingurinn er líka verndari fleiri
þjóðríkja eins og eyríkisins Barbados
í Karíbahafinu sem í dag gerðist
lýðveldi eftir áratugi í Breska-
samveldinu. Barbados heitir
raunar líka Saint Andrew.

Skotar halda þennan síðasta dag
nóvember hátíðlegan sem Þjóð-
hátíðardag--kalla Andermas
eða St. Andrew´s Day--.
Á Andrésarmessu er skoskri
þjóðmenningu fagnað með
listflutningi, skáldskap, dansi, ofl.

Fer vel á að vitna til þjóðskálds
Skota, hins rómantíska og baráttu
-glaða, Roberts Burns, (1759-1796),
sem valinn var ástsælasti Skoti
allra tíma, árið 2009.
Robert Burns segir svo í ljóði sínu
Hinn 7. nóvember, um annan merkan
nóvemberdag í skammdegismyrkrin
þegar ástin vakir; dagur um margt
frægur í sögunni sem ljósberi,
bæði fyrr og síðar:






The day returns, my bosom burns,
The blissful day we twa did meet.
Tho ´Winter wild, in tempest toil´d,
Ne´er Simmer-sun was half sae sweet.
Than a´ the pride that loads the tide,
And crosses o´er the sultry Line;
Than kingly robes, the crowns and globes,
Heav´n gave me more - it made thee mine.




#








Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34  35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA