Forsíđa   

 05.08.2013
 Blítt er ađ dreyma; draummyndir fangađar í máli og mynd



Nýlega gerðu japanskir
vísindamenn á sviði
svefns og drauma merkar
uppgötvanir þegar þeim
tókst að fanga draummyndir
með heilaskanna, (MRI).

Með því að fylgjast með
sjónsvæðum heilans
á meðan viðföng
voru að falla í svefn,
- milli svefns og vöku
á hinu svonefnda
hypnagogic stigi -,
gátu þeir bæði numið
þær myndir sem fólkið
sá fyrir sér en líka skráð
niður orðræna frásögn
þess af sjónreynslunni.

Vitað er að á þessu
fyrsta stigi svefnsins,
sér fólk fyrir sér ýmist
heilsteyptar eða slitróttar
myndir, flaksandi liti,
jafnvel abstrakt form
og heyrir ýmislegt
og getur reynslan
jafnvel borið
 keim af skynvillu.


Telja vísindamenninrir
að draummyndir
á þessu stigi virki sömu
sjónstöðvar heilans
og í vökunni.

Hins vegar er enn
ekki búið að finna
tækni til að mynda
sjálfa draumana,
þær draummyndir
sem fólk sér fyrir sér
á hinu eiginlega
draumstigi svefnsins,
 REM; ef það er
þá eftirsóknarvert.
Viss dulúð er jú órofa
hluti draumheima.
Draumstigið eða REM
skiptist á nokkrum
sinnum yfir nóttina,

þegar fólk er vakið
upp af því, kveðst það
hafa verið að dreyma.

Spennandi verður
að sjá framvinduna
í þessum rannsóknum
en stigið milli svefns
og vöku er nú það
draumstig sem menn
beina sjónum helst
að í rannsóknum.

Japanskir draumfræðingar
hafa sótt Ísland heim
og dvöldu m.a. á vegum
Skuggsjár hér á Akureyri
fyrir nokkrum árum.



Og verði þeir þreyttir með liti og ljós
að leika og sveima
við móðurbarm hinnar brosmildu nætur
er blítt að dreyma.


(Tómas Guðmundsson: Dagarnir,
úr Við sundin blá, 1925).



*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176  177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA