Forsíđa   

 17.12.2013
 Ađventa og tungl sem skín myrkri...



Nú stendur yfir
Aðventa og mesti
myrkurtími ársins.

Nægan svefn skortir
iðulega á þessum tíma
sem kemur niður á
svefngæðum, dagfari
og heilsufarsásigkomulagi.

Í nýlegum svefnrannsóknum
við háskólann í Surrey
á Bretlandseyjum,
kemur fram að það
munar miklu að geta
lengt svefntímann
um klukkustund á nóttu,
fara t.a.m. úr sex og hálfri
kukkustund í sjö og hálfa.

Minni streituhormón
greinast þá í blóði,
ónæmiskerfið verður
styrkara og minni líkur
eru á sjúkdómum á borð
við sykursýki og offitu;
 vitsmunaleg snerpa eykst.

Ennfremur er nú vitað
að með lengri svefntíma,
aukast líkur á bæði
nægum djúpsvefni
og nægum draumsvefni
en þessir svefnfasar
auka jafnvægi og
heilbrigði sálarlífsins.
.
Í djúpsvefni er talið
að endurröðun á geymd
minninga verði, að
flutningur á minningum
úr skammtímaminni yfir í
langtímaminni eigi sér stað.
Og í draumsvefni eigi sér
stað úrvinnsla tilfinninga
og tilfinningatengdra
atvika úr vökulífinu.
Þá er og vitað að
áfengisneysla seint
að kvöldi dregur úr
gæðum draumsvefnsins.

Skortur á svefngæðum
- s.s. nægum djúpsvefni
og draumsvefni -
eykur spennu í sálarlífinu
og kemur niður á
tilfinningalegri vellíðan
og aðlögun í daglegu lífi
þar sem dýptarúrvinnsla
og endurröðun í minni
 næst ekki sem skyldi
í næturhvíldinni.


Sú hætta er og fyrir hendi
að skortur á djúpsvefni
og draumsvefni dragi
mjög úr skapandi leik
ímyndunarafls og tjáningar,
ekki bara í draumlífinu
 heldur vökulifinu líka
og tilveran verði öll
snauðari og flatari fyrir vikið.

Á fullu tungli þessa
Aðventu á Norðurhjara,
rifjast upp heimspekilegar
vangaveltur 5 ára snáða
JTS við ysta haf:


Tunglið á heima í sólinni á daginn.
Á daginn varpar það birtu á okkur
en á nóttunni skín það myrkri.



*







Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179  180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA