Forsíđa   

 01.01.2012
 Sigla draumfley á vit 2012Nýliðin áramót
heilsuðu óvenju mild
með sérstæðu skýjafari
hér á Norðurslóð.
Boðberi frekari
breytinga í himingeimi,
náttúru og mannheimi?

Hvað sem verður
- og veldur,
þá er ferðalag
hafið inn í nýjan
tíma með drauma
í farteskinu
sem hreyfingu
í lífsrýminu -
movement
in life space
.

Og skiptir ekki sjálf
samfylgdin, föruneytið
hvað mestu máli
hvernig sem allt veltist
og snýst á vegferðnni
í þessum heimi sem
öðrum heimum?

Skuggsjá þakkar þeim
sem komu að verkefnum
setursins á gamla árinu
liðsinni og samvinnu
og óskar öllum
gleði og góðs
gengis á nýju ári.

Börn og draumar þeirra
halda áfram að verða
í föruneyti Skuggsjár
á nýju ári ásamt læsi
manns á náttúru
og drauma í verkefninu
Á tali við ána
og vinnslu á samantekt
á fyrri verkefnum í
sýnisbókinni
Dagfinnur á draumþingi.

Þá verður alheimsþing
sálfræðinga - ICP -
haldið í Höfðaborg
í Suður - Afríku
á sumri komanda.
Þetta stærsta föruneyti
sálfræðinga í heiminum
kemur einungis
saman á 4ra ára fresti.

En byrjar ekki sérhver ferð
og samfylgd á draumi
með rætur í hinu innra lífi
og óræðri veru andlegrar
sköpunar og ímyndunarafls
sem börn þekkja svo vel?

Eða, eins og
Robert Louis Stevenson,
 orðaði það í ljóði sínu,
The Little Land
:


When at home alone I sit
And am very tired of it,
I have just to shut my eyes
To go sailing through the skies--
To the pleasant Land of Play;
To the fairy land afar
Where the Little People are;
Where the clover-tops are trees,
And the rain pools are the seas,
And the leaves, like little ships,
Sail about on tiny trips;
And above the Daisy tree
Through the grasses,
High o´erhead the Bumble Bee
Hums and passes.'


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179  180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA