Forsíđa   

 01.12.2010
 Fullveldisdagurinn: Ísland - eins og hjarta í laginu...Fullveldisdagurinn á Fróni
skartar óvenju fögru bjartviðri víða um land.
Lofar góðu um stjörnuskin kvölds og nætur,
þ.e.a.s. ef við höfum fyrir því að líta upp!
(Og raunar ekki að vita hvað leynist þar úti,
eða hið innra, eftir því hvernig á er litið).


Á þessum tímamótum
er sérstök ástæða til að fagna kjöri
25 þingmanna á fyrsta stjórnlagaþingið
 í sögu okkar unga lýðveldis.
Þeirra bíður nú það vandasama verk
að koma fram með tillögur
að löngu tímabærri
endurskoðun stjórnarskrárinnar,
þessara æðstu laga lýðveldisins
sem öll önnur lög
landsins verða að hlíta.

Miðað við manngerðar hamfarir
Hrunsins og þungbæran eftirleikinn,
þá er ekki að furða þó vonarbirtan
fari dofnandi hjá landanum
og draumar svefns og vöku
reynist martraðarkenndir.

En: 

Jafnvel þótt slokkni á heiminum,
eins og Ísak Harðarson
yrkir svo eftirminnilega
í bók sinni Rennur upp um nótt
frá 2009, nú tilnefnd til
Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs,
þá erum við logandi sólir
sem rennum upp um nótt
- aldrei skærari en um niðdimma nótt:Við erum lítil börn undir stórum himni
- og enginn veit nema lítil börn
og indíánahöfðinginn Stóri himinn
af hverju öll jörðin er ein logandi kvika

og af hverju Ísland
er eins og hjarta í laginu...


'


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242  243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA