Forsíđa   

 24.12.2022
 Friđur - fegurst jólaskart - og fólkiđ og Sundiđ í Brekkugötunni
Í uppvexti Bjargar, forsvarskonu Skuggsjár,
kynntist hún skáldinu sem kallað hefur
verið fylgdarmaður húmsins, Kristjáni
frá Djúpalæk á Langanesströnd
í Bakkafirði, (1916-1994).

Þannig hagaði til að eitt húsasund,
í daglegu tali nefnt Sundið, var á milli
æskuheimilis hennar og skrifstofu
Kristjáns í næsta húsi þar sem blaðið
sem hann ritstýrði, Verkamaðurinn,
var staðsett.


Sundið var fjölfarið og oft vettvangur
uppátækja og bernskubreka sem
þeir fullorðnu hentu gaman af.
Og þar hittust og tóku tal saman
hinir eldri og reyndari sem bjuggu
og/eða störfuðu í húsunum númer
3 og 5 að Brekkugötu í miðbæ Akureyrar
en númer 3 var æskuheimil Bjargar
og númer 5 vinnustaður Kristjáns.

Andstæðir pólar í pólitík skeggræddu
um landsins gagn og nauðsynjar
þegar þeir hittust í Sundinu.
Sumir að koma, aðrir að fara.
Þessi samskipti forkólfa verkalýðs-
baráttunnar og alls pólitíska litrófsins,
fóru ávallt vel fram og mikið gantast og
vísum hent fram. Gagnkvæm virðing
einkenndi þessi friðsamlegu samskipti;
Kristján með sína alpahúfu tottandi
pípuna kankvís.


Síðar átti Björgu eftir að dreyma
merkilegan tímamótadraum með
Sundið og húsin tvö í aðalhutverki:
einn af þessum svokölluðu stóru
draumum sem marka nýja áfanga
og oft óvænta, í lífshlaupinu.


Magnað hve nánasta umhverfið
hefur mikil áhrif og lifir með okkur
alla tíð eins og sálfræði nútímans
er æ meir að leggja áherslu á.
Og segir líka til sín í draumlífinu
líkt og annað sem hefur djúpa
og lifandi merkingu fyrir okkur.Friður meðal manna heima og
heiman, er grundvöllur eðlilegrar
og heilbrigðar þróunar en ekki
sjálfgefinn. Um það vitna þær
stríðshörmungar sem nú ganga
yfir í samfélagi manna í okkar
heimsálfu, Evrópu,
Fylgdarmaður húmsins, er heiti
heildarverka Kristjáns frá Djúpalæk
sem kom út hjá Hólum árið 2007
í umsjón Ragnars Inga Aðalsteinssonar
og Þórðar Helgasonar.

Kristján orti mörg einstök kvæði
sem tengdust húmi og vetrartíð,
svefni og draumum, og jólum.
Eru Hin fyrstu jól eflaust þeirra
þekktust sem Ingibjörg Þorbergs
söng svo fallega og fjölmargir síðan.
Annað er Jólafriður en í einu erindi
þess segir svo:
Þá tekur kyrrð í veröld völd
þá verður hýtt og bjart.
Og friður nær og fjær á jörð
er fegurst jólaskart.Gleðileg friðarjól!#Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12  13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA