Forsíđa   

 01.01.2024
 Glóey sendir geisla frá upphimni og úlfaldinn og nálaraugađ
Dögun nýs árs 2024 hefur risið
og glóey sendir geisla sína 
frá upphimni. Það birtir hægt
og hægt og sólin--glóey--,
gleðinnar móðir, hækkar á lofti.
Já, hænufetið er býsna drjúgt.
Megi nýja árið færa heimsbyggð
langþráðan frið frá stríðsböli og 
illvirkjum misviturra manna.
Heimsbyggð sem er í sárri þörf
fyrir góða leiðtoga--mannvini--
og sem illu heilli er víða stjórnað
af hættulegum siðblindingjum.
Okkur virðist vanhaga um úrræði,
vitrænar og lagalegar lausnir, 
tólin til að bregðast við hryllingnum.
En þessi sjokkþerapía sem valdhafar
beita víða, mun gefa af sér andsvar.
Megi mannleg snjallhugsun, elska 
og elja gefa af sér rétta viðbragðið
og snúa heimi af heljarbraut.
Hér heima er stóra verkefnið 
að vinna að knýjandi lausnum 
á mörgum sviðum samfélagsins,
ekki síst hvað varðar fátækt barna.
Skammarlegt að um 10 þúsund
börn búi í gjöfulu landi við fátækt.

Það að kyrja eins og einhverja 
möntru að þetta eða hitt séu
áskoranir, leysir ekki verkefnin 
í sjálfu sér. 
Ekki frekar en tvísýna stöðuna í 
eldvirknikerfum á Reykjanesi 
og öryggisleysi íbúa þar og víðar 
á landinu í hamförum náttúrunnar
svo og örmögnun hjálparliða.
Hvar er hjálpin hjálparans, er
stundum haft að orði.
Fleiri hendur þarf á dekk og nú þarf
að forgangsraða fjármunum af mun
meira raunsæi en verið hefur.
Menningar- og framfarastofnun
Sameinuðu þjóðanna,
UNESCO, tileinkar nýja árið 
ákveðnum bústofni: hófsömum, 
tryggum og harðgerum dýrum af 
kamelætt/camelids. Dæmi eru
úflaldar og kameldýr, gjarnan 
kölluð skip eyðimerkurinnar.
Hið gleðilega er að á um
tveim áratugum hafa þessi
þrautseigu dýr náð að nær 
tvöfalda fjölda sinn í Afríku 
og Asíu og telur stofninn 
nú um 39 milljónir.

Önnur dýr af kamelætt, eru 
lamadýrin og dýr þeim skyld, 
s.s. apakkadýr, guanadýr 
og vikjánadýr.
Þessi bústofn eyðimarka og 
hálenda, hefur reynst uppistaðan 
í menningu og lífsafkomu 
þjóða og þjóðarbrota víða 
um heim, líkt og kindur, 
nautgripir og hestar hér á 
Norðurhjara.
Gefa af sér mjólk, kjöt, ull,
klæði og skæði, og sum bera
bæði fólk og vörur á milli 
staða og samfélaga. 
Traustir reiðskjótar, bæði 
úlfaldar og kameldýr sem ekki 
skyldi að hæðast. Stundum 
hent á lofti að þessir meinlausu
grasbítar hafi verið búnir til 
úr afgöngum Almættisins!Verum minnug hógværðar
og þjónandi elju og elsku. 
Segir ekki á helgri bók vorri, 
Markús 10: 25:

auðveldara er úlfalda 
að fara í gegnum nálaraugað 
en auðmanni að komast inn 
í Guðsríki.
#Síđasta frétt 1 2 3 4 5  6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA