Forsíđa   

 22.04.2013
 Dagur Jarđar og Vegur fegurđarÍ dag er Dagur Jarðar
haldinn hátíðlegur
um heim allan.
Minnir á sambúðina
við Móður Jörð og
hve mikið við eigum
henni að þakka, og
á mikilvægi þess að
læra að lifa í jafnvægri
umgengni við Náttúruna
og aðrar lífverur.

Á hnignunartímum
verður sambandið firrt.

Hjá Navahóum í BNA
(kalla sig líka the Dineh)
er gjarnan talað um
Beauty Way - Veg fegurðar
sem lýsingu á þeirri
jafnvægu lífsleið að
leggja sig fram um að
lifa í sátt og samlyndi
við Jörðina og sjá
fegurðina við hvert fótmál
og í öllu sem lífsanda dregur.

Í heimsmynd þeirra er allt líf.

Navahóar eru fjölmennasta
þjóð Indíána í dag í BNA og
telja ríflega 300 þúsund
líkt og við Íslendingar
og lifa á verndarsvæðum í
Arizona, Utah og Nýju Mexíkó.

Stórbrotin lönd í nágrenni
Estrella fjallgarðsins
og Gila árdalsins suðvestur
af Fönix í Arizóna, eru dæmi
um svæði þar sem siðir þeirra,
trúarbrögð og lækningar
hafa haldist í aldanna rás.

Samfélag þeirra hvílir
á mæðraveldi.


Þegar að er gáð, þá
er þó nokkuð líkt með
þessari fjarlægu þjóð
og okkur hér á Fróni,
þeir lifa af sauðkindinni,
elska fjöll og hafa á þeim helgi,
og trúa á drauma, fyrirburði
 og líf eftir dauðann.


Nokkuð hefur verið um
rannsóknir á draumahefð
Navahóa, einkum drauma
af látnum og drauma í
sorg og sorgarúrvinnslu
og í lækningaskyni.

Vitjunardraumar af látnum
eru þekktir eins og hjá okkur.


Svo segir einn Hatalli (Medicine man)
um Beauty Way í nútímanum:In the old days
Everything spoke to the Dineh
The rocks, the grass, the trees-
They all taught us
But nowadays
The Dineh have gotten so busy
That the rocks, the grass and
the trees don´t speak anymore
Or maybe the people
have just forgotten how
to listen.
*Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185  186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA