Forsíđa   

 04.12.2011
 Draumamennirnir Freud og Jung í bíóhúsumSíðla nóvembermánaðar
var nýjasta kvikmynd
Davids Cronenbergs
- A Dangerous Method -
frumsýnd í bíóhúsum.
En hann er m.a.
hvað þekktastur
fyrir myndirnar
A History of Violence
og Eastern Promises
sem báðar skarta
leikaranum og
Íslandsvininum
Viggo Mortensen
í aðalhlutverkum.

Í þessari nýjustu mynd
er umfjöllunarefnið
samspil Freud og Jung
við upphaf og þróun
sálgreiningar sem
nýs meðferðarforms:
að tala við skjólstæðinga
í andlegri nauð
þeim til sáluhjálpar;
kafa í leiðinni
djúpt í sálarlífið
eftir skýringum
á hegðan og líðan.

Mortensen leikur Freud
en Michael Fassbender
leikur hinn unga Jung
og Keira Knightley
skjólstæðing þeirra,
hina rússnesku Sabinu
sem þjáð er af sefasýki.


Myndin fjallar um
samskipti þessara
þriggja persóna og
þann aðskilnað sem
síðar varð á milli Freud
og Jung vegna ólíkra
áherslna á hin dýpri
svið mannsandans
og hugmyndir um
nálgun í meðferð.

En Jung tók mið af
andlegum sviðum
tilverunnar og þrá
mannsins eftir heildun
- individuation -
sameiningu við
sitt innsta eðli
og Alheimsins.


Báðir lögðu þeir Freud
og Jung grunn að
nútíma draumfræðum
enda þótt nálgun þeirra
væri um margt ólík.
  Og tóku báðir að skrá
drauma sína ungir.

Samtímamaður þeirra
og faðir bandarískrar
sálfræði, William James,
sem einnig lagði grunn
að nútíma draumfræðum,
var varkár í umfjöllun
sinni um sálgreiningu.
Frá honum er raunar
titill myndarinnar fenginn
A Dangerous Method.

Verður spennandi
að berja þessa
tímamótamynd
augum í íslenskum
kvikmyndahúsum
á nýju ári og fagna
um leið svo frábæru
framtaki á sviði
sálfræða og
kvikmyndalistar.

 

'


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185  186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA