Forsíđa   

 22.10.2016
 Ljós í myrkri veturnáttadrauma



Veturnætur standa yfir
og í dag eru tímamót
í náttúrunni á síðasta
tunglkvartili: vetur er
 nú genginn í garð
í haustfögru veðri
sem minnir lítt á
blindar vetrarhörkur.



Í hinu forna tímatali,
 hófst nýtt ár fyrsta
Vetrardag sem ávallt
bar upp á laugardag
- og ber enn -,
en tímabilið frá síðasta
degi sumars sem ber
upp á miðvikudag og
fram til laugardags,
kallast veturnætur.


 .
Á þesum tímamótum,
var gjarnan spáð
 fyrir nýju ári út frá
draumum og hreyfingum
himintungla; m.a. var
rýnt í innyfli sláturdýra.


.
 Veturnáttablót voru haldin
og gnægt matar fagnað.
Einnig voru dísarblót
þekkt, og dísir og gyðjur
 heiðraðar eins og raunar
er gert víða um heim
enn í dag í október.
Dæmi þar um er hin
forna trúarhátíð Hindúa
til heiðurs gyðjunni Durga.
Er 14. október ár hvert
helgaður máttargyðjunni
og kallast Durga Day.



Leiðir hugann að tengslum
Íslands og Indlands
sem eru djúpstæð
 í menningu okkar:
 hérlendis kom snemma
fram mikill og einlægur
áhugi á hinum fornu
Vedafræðum og Jóga.



Í þýðingu Gunnars Dal
 á elsta jógariti heims,
Yoga sútrum Patanjalis,
segir  í 30. og 31. sútru
frá fyrsta stigi jóga,
hinum siðræna vegi,
sem kallast Yama:



Yama er fólgið i
fimm boðorðum:
Að drepa ekki,
að vera sannorður,
að stela ekki,
að vera hreinlífur
og að forðast ágirnd.


Yama er hið mikla heit
sem halda verður
án tillits til þjóðernis,
stöðu, tíma
eða aðstæðna.



Vedabækurnar hafa
lifað um aldir og eru
taldar ritaðar á trjábörk
 í
Kashi - borg ljóssins -
fyrir árþúsundum
á bökkum hinnar
helgu Ganges ár.



Þar eru og til bæði fornar 
og nýjar sagnir af Babaji,
hinum eilífa jóga,
sem Yogananda ritaði
um í sjálfsævisögu sinni,
Hvað er bak við
myrkur lokaðra augna?
Ingibjörg Sörensen þýddi þessa
Sjálfsævisögu Jóga sem hefur
haft djúpstæð áhrif á margan
landann og um heim allan.


Er Ljósið í myrkrinu
raunverulega til?


Roger Hodgson,
hið magnaða söngskáld
 og fyrrum textahöfundur
bresku rokk-popp
Supertramp sveitarinnar,
hefur ritað um Babaji í
djúphugsuðum textum
á borð við Babaji og
Even in the Quietest Moments,

á samnefndu albúmi
sveitarinnar frá 1977:



All of my life I felt that you were listening
watching for ways to help me stay in tune
Lord of my dreams, although confusion
Keeps trying to deceive
oh what is it that makes me believe, in you?

                                             
(Úr Babaji).



--------------------------------------------------------------------




And even when the song is over
Where had I been --- was it just a dream?
And though the door is always open
Where do I begin --- may I please come in, dear?

                          
(Úr Even in the Quietest Moments).





*












 










Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110  111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA