Forsíđa   

 12.03.2018
 Trjádraumar og skógarböđun í kóreskum sanlim yok anda



Nú eru tré í fullum blóma
og ilma sem aldrei fyrr,
hafa víða blómgast
vel í sumar og ber þeirra
fara senn að sjást.
Ilmurinn fylgir inn í hús og
ber í sér fornan tíma...
Trén mörg áratugum
eldri en við sjálf og hafa
margt séð, heyrt og reynt.
Vernda viðkvæma sprota
og gróanda enda eru tré
í draumi talin tákn um líf,
ætt og afkomendur.




Fátt er nú talið heilsusamlegra
og betra fyrir sál og líkama en
að rölta um í skógi og dvelja
undir þéttum laufkrónunum,
anda djúpt og teygja úr sér,
hugleiða kyrrðina og horfa upp
í tignarlegar trjákrónurnar.




Þessi siður gengur undir heitinu
Skógarböðun, að baða sig í skógi,
og er kallaður Sanlin yok á kóresku
og Shinrin-yoku á japönsku.
Hefur verið þýddur á ensku
sem Forest bathing og er nú
að ryðja sér víða til rúms sem
heilandi náttúrumeðferð.




Kóreubúar hafa löngum haft
mikið dálæti á sínum skógum
og eru garðar þeirra gjarnan
hlaðnir í anda þeirrar fornu
garðhefðar að hafa tré af
margvíslegum tegundum
í bland við steina og/eða möl,
og vera ekki of skipulagðir.
Hin tvö þúsund ára hefð
Kóreska garðsins byggir
á hugmyndinni um að allt
sé lifandi - líka steinar -
og að garðurinn eigi að vera
griðastaður til íhugunar,
hvíldar og endurnýjunar,
frjáls og svolítið villtur og
minna á náttúruna sjálfa.




Margt er að læra í samburði
draumhefða í norrænni hefð
og í kóreskri hefð og hafa
bæði lærðir og leikir frá
Kóreu komið á mörg erindi
og sýningar Skuggsjár erlendis.
Nú er ætlunin næstu misserin
að styrkja þessi bönd enn frekar
og kanna betur sameiginlegar
rætur í draumum, fjallatrú
og shamanisma sem ávallt
hefur verið sterkur í Kóreu.




*









Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87  88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA