Forsíđa   

 05.07.2012
 Draumurinn um bóseindina - merkisuppgötvun í sögu vísindaEkki er ofsögum sagt
að 4. júlí sé merkisdagur
fyrir margra hluta sakir
í gegnum tíð og tíma,
Bæði í persónulegu lífi
okkar sem stöndum að
Skuggsjá og í víðara
alþjóðlegu samhengi,
sbr. það að vera
Þjóðhátíðardagur BNA.
.
Nú sjáum við t.a.m.
ákveðna samsvörun
við drauminn sem
birtur var á vefsetrinu
á Sumarsólstöðum
um bústnu kúlurnar
- þekktu og óþekktu -
á kosmíska stjörnutrénu:

Í gær 4. júlí í Sviss
var tilkynnt um
 staðfestingu á tilvist
hinnar svokölluðu
bóseindar sem kennd er
við breska eðlisfræði-
prófessorinn Peter Higgs
við Edinborgarháskóla
og er oft teiknuð upp
sem óþekkta kúlan
  á kvíslgreiningartrénu
í öreindalíkönum.


Innan öreindafræði
og skammtaeðlisfræði
er þetta ein magnaðasta
uppgötvun í áraraðir.
Varpar ljósi á hinn týnda
hlekk efnis/andefnis,
massa og þyngdarafls.
Eins konar ósýnilegt
kraftsvið sem leikur
um alheiminn og sem
aðrar eindir verða að
hreyfast í gegnum
og öðlast við það
bæði massa og þyngd.

Bóseindin - stundum
  kölluð guðseindin -
mun segja okkur margt
um tilurð og þróun
alheimsins, (jafnvel
hliðarheima og fjölvídda).
Í kjölfarið kunna fleiri
eindir að uppgötvast
svo og öfl í náttúru
og alheimi sem enn
eru okkur hulin...

Bóseindin á því óefað
eftir að kollvarpa sýninni
á heiminn og stuðla
að nýrri framvindu
í tækni og vísindum.
Etv. ekki ólíkt því sem
gerðist við uppgötvun
rafeindarinnar
undir lok 19. aldar

og við sögðum frá
  á fréttabloggi okkar

Steinblómadraumar Jarðar
hér á setrinu 12. maí sl.


Draumar eru sannarlega
hreyfiafl margra hluta...
Og því ber okkur að virða
og varðveita drauma okkar
og genginna kynslóða
í hendur framtíðar.
Bóseindadraumur Higgs
og vísindafélaga hans var
nær hálfrar aldar gamall
og var aldrei gefinn
upp á bátinn þrátt fyrir
margvíslegt andstreymi
í vísindasamfélaginu
á allri vegferðinni.


*Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204  205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA