Forsíđa   

 27.07.2011
 Móđir Jörđ og hörmungartíđ Sómala



Mikil hörmungartíð þjakar
nú fyrrum land gulls,
reykelsis og myrru
á Horni Afríku.
Land hinna ljóðelskandi
Sómala, land sem
til forna vegna legu
sinnar að Indlandshafi
og Persaflóa,
var ein helsta miðstöð
menningar og verslunar
milli austurs og vesturs
og auðugt eftir því.

Óhætt að segja að
 skepnuskapur aukist
æ meir í vorum hrjáða
og brjálaða heimi sbr.
tíðindi síðustu dægra;
hámark hans þegar
níðst er á óbreyttum
borgurum og
saklausum börnum
og ungmennum.


Öll erum við börn
Móður Jarðar og
höfum skyldum
að gegna við hana
að brauðfæða
bágstadda og þurfandi.
Við minnum á
söfnunarsíma
Rauða krossins 904-1500
og Unicef 908-1000,
908-3000 og 908-5000,
Barnaheilla 904-1900
og 904-2009 og
Hjálparstarfs kirkjunnar
907-2003 .


Þrátt fyrir áratuga
borgarastyrjöld í Sómalíu
og fáheyrðar hörmungar,
bæði vegna þurrka
en því miður ekki síður
mannanna verka,
kveða sómölsku skáldin
óhikað sinn þakkaróð
til lífsins og Móður Jarðar;
hafa ekki glatað trúnni
á mildina og mennskuna.

Sómalska skáldið
og friðarsinninn Hadraawi
segir svo í ljóðinu Mother:


The world certainly
Would never have left night
Light not been found
People not have trekked
To a star over the Hawd
Would not have flown
Like birds of prey
To the moon in the clouds
Not have sent rockets
That appear like waves in the sky
Nor reached in space
Oh Mother, you´ve guided
The servants of God
To where they are today
With numbers I cannot
Calculate or count
The number of great people
You carried on your back
That you suckled
That you nourished
From your breast.


'



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226  227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA