Forsíđa   

 27.02.2023
 Töfraglćst friđarlönd draumanna



Tungl rís skært á norðvesturhimni
snemmmorguns og norðurljós og
stjörnur hafa glatt sál og sinni
undanfarin kvöld við upptakt frá
Venusi og Júpíter.
Veður verið milit og blikar af vori:
fuglar kvaka í garði jafnvel þó enn
sé nokkuð í jafndægur á vori
og vetri ekki lokið. Kærkomið
að fá svona hlé frá vetrarhörkum
og láta sig dreyma um betri tíð
með blóm í haga.




Nú er að koma æ betur í ljós
hve draumlíf nætuinnar skiptir
miklu fyrir andlega og líkamlega
heilsu og aðlögun að verkefnum
daganna. Í draumsvefninum, hinum
svokallaða REM- svefni, (Rapid
Eye Movement), á sér stað
endurröðun í minni og úrvinnsla
tilfinninga og reynslu daglegs lífs,
gleði og sorga, amsturs og angurs.
Slík draumtímabil eru nokkur
yfir nóttina og gerast á 60 til 90
mínútna fresti ef miðað er við
heildarsvefntíma í 7-9 klukkustundir
sem flestir þurfa til hvíldar og
endurnýjunar. Það merkilega
við draumsvefninn er m.a..að
í honum er vitundarstarf mjög virkt
en líkaminn nánast slekkur á sér
á meðan dvalið er í REM.





Til þess að njóta gæða
draumsvefnsins og flögra um
á vængjum ímyndunaraflsins
í draumalandinu, þurfum við
að auka meðvitundina um
nógan svefn og efla svefngæðin.
Átta okkur á mikilvægi svefns
og drauma fyrir heiilsuna,
ekki síst fyrir hjarta-og heilaheilsu.
Nú eru að koma fram rannsóknir
sem sýna að ónógur nætursvefn
og sá skortur á hvíld sem skapast
við íþyngjandi angur í dagsins önn
og yfirspennu taugakerfisins, hefur
áhrif á starfsemi hjarta og æðakerfis
og getur t.a.m. aukið líkur á
hjartaáföllum og heilablóðfalli,
m.a. vegna langvinns og oft á
tíðum ómeðhöndlaðs háþrýstings.





Það hvernig við högum dögunum,
hefur afgerandi áhrif á gæði
svefnsins og reynslu næturlífsins,
bæði á lendum drauma og djúps
hvíldarsvefns.
Skortur á hvildarhléum yfir daginn,
stundum til íhugunar og núveru
í hægstreyminu--slaka, teygja, anda--,
markar síðan svefnreynsluna.
Margir eiga við álag og áhyggjur
að stríða daglega og afleiddan
svefnvanda.og þurfa svefnlyf til þess
að geta sofið heila nótt og náð þeim
svefn-og hvíldartíma sem öllum
er nauðsynlegur. Að því ógleymdu,
að afleiðingar sjúkdóma og slysa
með tilheyrandi verkjum, halda
vöku fyrir mörgum. Svefnleysi
er mjög skaðlegt til lengdar.
Nú hafa verið að koma ágæt
jurtasvefnlyf á markað hélrendis
sem eru að hjálpa mörgum
að koma sínum svefni í betra horf.





Óttinn við að geta ekki sofnað eða
vera endalaust að vakna upp yfir
nóttina er alþekktur. Gott ráð er
að átta sig á að næturnar eins og
dagarnir eru misijafnar. Allajafna
er ekkert óeðlilegt við að vakna
upp yfir nóttina, jafnvel nokkrum
sinnum. Aðalatriðið er þó að læra
að svæfa sig aftur, Gömul svefnráð
koma að góðu gagni eins og að
söngla eða fara með barnagælur,
bænir, möntrur eða hverfa í dýrmætan
sjóð minninganna af fólki og fyrirbærum,
sem hafa gefið okkur mikið á lífsins leið.

Nú mæla svefnfræðingar líka með
að fólk fari framúr og hreyfi sig
og sýsli eitthvað ef það nær ekki
að sofna á kvöldin eða ef það
vaknar upp á nóttunni, ef meir
en ca. 20 mínútur hafa liðið
án þess að geta fest svefn.
Það að hugsa um óravíddir
hafsins og hnig sjávaröldunnar,
hjálpar mörgum eða hlusta á
ákveðna tónlist; lesa.
Benda má á að Inni á vefsíðunni
www.calm.com ofl. sambærilegum
síðum, er að finna ýmis góð
svefn- og slökunarráð.
Að lifa í auknu hæglæti og angurleysi
og læra að mæta áskorunum
daglega lífsins án þess að ergja
sig stöðugt eða dæma, er kúnst
og leið til bættra daga og nátta;
til einfaldra lífsgæða.




Nú er talið að fyrr á öldum,
hafi fólk almennt skipt nóttunní
í tímabil svefns og vöku og er
talað um tvífasa eða margfasa
svefn í því samhengi. Fólk sýslaði
ýmislegt á vökunni, spjallaði,
spáði i draumana ofl. Líkur eru
á að þessi aldagömlu svefn-
mynstur séu inngreypt
djúpt í taugakerfi okkar og
í því ljósi eðlilegt að svefn
nútímamannsins geti stundum
verið tvífasa eða margfasa:
sofa, vakna upp og vaka,
falla aftur í svefn...
Iðnbylingin breytti þessu
aldagamla mynstri með nýjum
atvinnuháttum yfir langa daga
án góðra hvílda og síðan
ljósmengun til viðbótar.
Og nú síðast tæknin með
sínum bláskjám en vitað er
að bláu ljósgeislarnir frá síma-,
tölvu-og sjónvarpsskjáunum,
eru slæmir fyrir hvíld og svefn,




Enn á ný sækjum við í draumþýða
Dalina hvar skáldin allt frá fornu
fari, hafa ritað um svefn og drauma,
og nú í smiðju skálldsins og
söngvarans Jóns frá Lljárskógum
í Laxárdal., (1914-1945). Í ljóði hans
Húmar að kveldi sem margri íslenskir
söngvarar hafa flutt ógleymanlega
eins og bæði Svavar Knútur og
Erna Hrönn, yrkir Jón um draumgyðjuna
og ljúfar gjafir hennar:




Syngdu mig inn í svefninn. ljúfi blær.
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.
Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd,
og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró.



#




.









Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15  16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA