Forsíđa   

 28.10.2023
 Heilunarmáttur ljóđs og drauma á fyrsta degi Vetrar




Fyrsti dagur Vetrar á fullu tungli
og Venus skín skært sem bæði 
morgun-og kvöldstjarna.
Og með kvöldinu verður deildarmyrkvi
á tungli; ekki ýkja langt síðan
sólmyrkvi varð á nýju tungli
þann 14. október sl.

En hefur einhver fyrir því að líta upp?





Nú leita margir í hæglæti ljóðsins.
Ljóðlistin heilar og veitir svölun
þessi dægrin þegar alls kyns 
hörmungar og mannleg hermdarverk 
undir himninum, ólýsanleg grimmd, 
dynja á sakleysingjum, ungum sem öldnum,
og búið er að gjaldfella mennskuna.
Árásaraðilar óttast greinilega ekki 
reiði himnanna eins og haft var á orði
á fyrri tíð um veröld víða:



Það er fullt af undarlegri illsku
á reiki um jörðina, segir á einum stað.




Svefn raskaðist verulega hjá mörgum
víða um heimsbyggðina í kófinu
og hvað þá nú fyrir þolendur ofbeldisverka
og mannréttindabrota, stanslausra ógna 
og árása, í heimi þar sem þróunin er til 
aukinnar bókstafshyggju, vopnavalds og 
alræðisstjórnunar. Engu er eirt.


Hver sefur í slíku ástandi og hvað með 
hvíldir og úrvinnslu svefns og drauma
til endurnýjunar líkams-og sálarkrafta?






Lausnir eru fáar og tæki til að vinna
að friðsamlegum lausnum og sambúð
ólíkra þjóða og hópa, enn fábrotin.
Fjármagnið fer ekki í þá veru nema 
nú verði gerð bragarbót á. 
Við hljótum að geta leyst þessar 
stóru þversagnir sem við blasa 
án vopnavalds, grimmdarverka 
og eyðileggingar með spunameistara
á bak við tjöldin sem sundra og eitra.
Þurfum ekki að vera sammála og
þó við séum ósammála, þurfum 
við ekki að meiða og deyða
hvert annað. Engin lausn í því.
 

Allir þurfa að eiga sitt heima og
halda voninni um miskunnsemi
og kærleika í mannlegu samfélagi.
Voninni um að komast af og lifa 
í friði undir himninum.






Árið 2021, gaf JPV út þýðingar
Hjörleifs Sveinbjörnssonar, á 
ljóðum frá Tang tímanum í Kina, 
Meðal hvítra skýja en Tang
tímabilið stóð frá 618 til 907 og er 
talið eitt mesta blómaskeið í sögu
og menningu Kína fyrr og síðar.

Áður, eða 2008, hafði Hjörleifur þýtt 
sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar,
Apakóngur á Silkiveginum, sem JPV
gaf líka út.



Í ljóði sínu Hugsað um kyrra nótt,
kveður eitt höfuðskáld Tang tímans, 
Li Bai (Li Po), um einfaldleikann og
sitt heima sem hann saknar
undir skæru tungli:




Við rúmið mitt skín tunglið skært,
mér finnst sem það sé hrím á jörð.
Ég lyfti höfði og lít tunglið,
ég lýt höfði og hugsa heim.



#







Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15  16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA