Forsíđa   

 05.03.2012
 Einföld lífsgćđi Hobbitans: svefn og góđir draumarNú standa yfir tökur
á tveim kvikmyndum
sem byggðar eru
á bók J. R.R. Tolkien
um litla vinalega og
úrræðagóða hobbitann
og hringberann
Bilbó Baggins.

Áætlað er að frumsýna
fyrri myndina síðla árs 2012
og hina síðari 2013
í leikstjórn Peter Jackson
sem jafnframt leikstýrði
eftirminnilegum þríleik
Hringadróttinssögu.
Það er enski leikarinn
Martin Freeman sem
fer með hlutverk
Bilbó Baggins.

Bilbó fer í mikla
ævintýraför og
fjársjóðsleit
með dvergunum,
 vinum sínum,
(og vitkanum Gandálfi
á hliðarlínunni),
til Fjallsins eina
hvar drekinn Smeyginn
á sér bústað.
Situr þar á gulli
og gersemum sem hann
hefur sankað að sér
og stolið í aldanna rás,
m.a. frá dvergunum
sem áður byggðu Fjallið.

Á leiðinni hittir Bilbó
fyrir Gollri sjálfan,
  og Hringurinn kemst
í vörslu hans;
álfa, birni, erni,
drísla og tröll,
flugur og köngulær,
og misvitra menn
að ógleymdum
drekanum sjálfum.

Það er athyglisvert
að lesa Hobbitann
út frá gildi drauma
í lífi Bilbó og
hlutverki þeirra
fyrir heilbrigt sálarlíf.
En talsvert er af
draumfrásögnum
um alla bók.

Þegar á líður förina
gerir Bilbó sér æ betur
grein fyrir að það
er Holan heima,
maturinn, hvíldin,
svefn og góðir draumar,
og félagsskapurinn
- föruneyti tryggra vina -
sem mestu skiptir.
Ekki allt heimsins gull.


Sofðu rótt, sofðu rótt,
                     hljóðni hlynur og reynir.
Sofðu rótt, sofðu rótt,
                þagni álmur og einir.
Blíða nótt, sofðu rótt,
                     aðeins andblær á vegi,
uns birtir af degi.


(Hobbitinn, eða Út og Heim aftur,
1997, þýð. Þorst. Thorarensen).


'
Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214  215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA