Forsíđa   

 10.08.2010
 Indland: ađ sjá drauma; Ísland: ađ sjá í jörđ og á



Sagan kennir okkur að Indverjar
búi yfir elstu lýðræðishefð og menningu
sem fyrirfinnst á byggðu bóli.
Draumtrú er víða sterk hjá Indverjum
og sér hennar strax stað í Vedafræðunum
og elstu trúarritum þeirra
eins og Upanishödum og Púrönum.

Þegar að er gáð er sumt keimlíkt
í draumtrú Indverja og Íslendinga.
Trúin á fjarsýni, breytt vitundarástand
og önnur tilverusvið er sterk
og á samband við látna og sálir
eða verur í öðrum víddum
í gegnum drauma og sálfarir.

Síðustu tvo áratugi hefur
indversk draumtrú og draumamenning
verið talsvert rannsökuð og þá einkum
út frá Hindúasið og Búddasið.

Nú stendur fyrir dyrum samstarf Skuggsjár við
indverska rannsakendur á þessu sviði
með möguleika á samanburðarrannsóknum.

Indverjar eiga sér orðtakið að sjá drauma.
Í daglegu tali er sagt: ég sá draum í nótt,
í staðinn fyrir hið heðfbundna orðfæri
Vesturlandabúa: mig dreymdi draum í nótt.

Trúin á aðra heima og á hæfnina
til að sjá inn í aðra heima í vöku eða svefni
er þeim í blóð borin og ber uppi
hið menningarlega og trúarlega samhengi.

Í gömlu íslensku máli kemur fyrir orðtakið
að sjá í jörð og á, og getur sú gáfa
virkjast ýmist í vöku eða svefni
og felur í sér fjarsýni til
að sjá ekki síður fjarlæga hluti
en nálæga á þeim tíma
sem þeir verða.
Hliðstæð þessu er gáfa til
að sjá í gegnum holt og hæðir.

Sjá nánar undir tengli spurt og svarað
um þessi orðtök og dæmi um drauma í
íslenskri þjóðtrú þar sem komið er inn á
sambandið við aðrar verur og heima.

Nánar verður sagt frá samstarfinu
við Indland hér síðar á vefsetrinu.
En Indland opnar sendiráð á Íslandi
þann 1. september nk. 01/09/10.


'



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256  257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA