Forsíđa   

 12.02.2010
 Draumar og Lagarfljót í FramtíđarlandinuFrægasta fornsaga
Austurlands,
Hrafnkels saga
Freysgoða, hefst á draumi
þar sem sagt er frá
Hallfreði, föður Hrafnkels,
og komu hans, fjölskyldu
og búaliðs frá Noregi
til ábúðar við Lagarfljót.

Í draumnum er Hallfreði
ráðlagt að flytja bú sitt
vestan megin fljóts:


Þar liggur þú, Hallfreður,
og heldur óvarlega.
Fær þú á brott bú þitt
og vestur yfir Lagarfljót,
þar er heill þín öll.


Hallfreður fylgir
viðvörun draumsins
og flytur sig vestur yfir
en sama dag og
hann flytur, hleypur
skriða á hús og
gripi og eyðileggur.

Hrafnkell vex upp
við Lagarfljót
á Hallfreðarstöðum og
ann frjósemisgoðinu
Frey goða mest.
Flytur sig yfir
á Jökuldal
og byggir bú
sitt að Aðalbóli,
og helgar Frey
þann grip sem
hann á dýrastan
sem er hestur einn
brúnmóáláttur og
Freyfaxi heitir.

Sökum ástar
á Freyfaxa
og tyggðarbanda
við Frey, fer svo
að Hrafnkell
deyðir mann sem
rýfur heit við hann
varðandi Freyfaxa.
Afhlýst keðjuverkun
atburða sem bera
uppi Hrafnkelssögu.

Skipast svo leikar
að Hrafnkell neyðist
til að yfirgefa Aðalból
með allt sitt fylgdarlið
og flytja yfir á Fljótsdal
að býli einu snauðu
er Lokhilla heitir
og Hrafnkelsstaðir
síðar eftir honum.

Þarna upp
við Jökulsána,
 tekst honum
á skömmum tíma
að byggja upp
mikil búshægindi
sem færast síðan
neðar meðfljótinu öllu.

Á nýliðinni
Kyndilmessu
komst þessi forni
bær Hrafnkels við
Jökulsá í Fljótsdal
í heimsfréttirnar
þegar ábúandi þar
festi á filmu, slöngulíkt
furðufyrirbæri í ánni
sem virtist synda
uppí strauminn.

Hvað sem þarna
reynist á ferðinni
- lífs eða liðið,
þesa heims
eða annars -
er kastljósið á
slóðir Hrafnkels
við Lagarfljót.

Minnir okkur á
hve illa ráð misvitra
í þjóðarforsvari
hafa farið
með Lagarfljót,
lífríki þess og umhverfi,
í kjölfar tröllskunnar
við Kárahnjúka.

Og hve stutt er
á milli fjrósemdar
og eyðingar
ef við ekki höldum
vöku okkar og
gætum að
landinu sem
okkur hefur
verið trúað fyrir.

Um þessar sömu stundir
setur Framtíðarlandið
í loftið endurbætta
og afar upplýsandi
vefútgáfu af
Náttúrukorti Íslands.
Innilega til hamingju
með flott þarfaverk!
Þjóðin þarf sannarlega
á því að halda að dreyma
saman nýja framtíð.

Á Náttúrukortinu
má nú sjá
virkjunar-,
verndunar-
og nýtingarkosti
um landið allt,
myndir og texta,
og fróðleik um
jarðfræði,
sögu og menningu
hvers svæðis.
Sjá www.framtidarlandid.is
 
Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256  257 258 259 260 261 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA