Forsíđa   

 22.02.2015
 Dreg ég úr draumi annan draum...Síleska Nóbelsskáldinu
Pablo Neruda,
(1940-1973),
varð tíðrrætt um
svefn og vöku í
skrifum sínum,
og hina draumkenndu
reynslu tilvistarinnar.

Hvað er draumur
og hvað er veruleiki?

Á einum stað,
 segir hann svo:


Sérhvern morgun
lifs míns,
dreg ég úr draumi
annan draum.Það er ánægjulegt
til þess að vita að
endurvakinn áhugi á
rannsóknum á svefni
og draumum er nú að
 koma fram hérlendis.

Fyrsti kvendoktor okkar
Íslendinga, Húnvetningurinn
Björg Caritas Þorláksson,
(1874-1934), rannsakaði
svefninn út frá lífeðlis-
fræðilegum sjónarmiðum
síns tíma en hún útkrifaðist,
 fyrst norræna kvenna,
með doktorsgráðu frá
Sorbonne háskólanum
í París árið1926.

En Björg var líka
heimspekingur sem
velti fyrir sér ýmsum
andlegum eiginleikum
mannsins og var
samúðin
eitt af
viðfangsefnum hennar.


Nýlega varði sálfræðingurinn
(og svefnfræðingurinn)
Erla Björnsdóttir doktorsritgerð
sína í lýðheilsuvísindum
við Háskóla Íslands.
Ritgerð hennar fjallar um
tengsl svefns og heilsu.
Óskum við Erlu innilega
til hamingju með áfangann.

Erla heldur úti vefsetri um
svefnheilsu og lífsgæði,
svefnráð og svefngæði
á slóðinni www.betrisvefn.is

Þar er einnig margvísleg
fræðsla um svefn almennt,
svefn ungmenna og
fólks sem glímir í veikindum
með raskað svefnmunstur
og/eða glímir við svefnleysi
svo dærmi séu tekin.


dr. Björg Þorleifsdóttir,
lífeðlisfræðingur, sem lengi
 hefur rannsakað svefn
og svefnvenjur á Landsspítala,
 hefur nú í vetur ásamt Erlu
og hópi fræðimanna við
 Háskóla Íslands, hrint af
 stað viðamikilli rannsókn á
svefnvenjum Íslendinga.

Var spurningalisti sendur
út til 10 þúsund manns og
verður spurningakönnunin
endurtekin í sumarbyrjun
með sama úrtaki.

Er munurinn á svefni og
svefngæðum eftir árstíðum
- áhrif myrkurs - og birtumagns
á líkamsklukkuna - eitt
af þemum könnunarinnar.


Svefnleysi - að missa svefn;
að vera lengi að sofna;
að vakna upp um nætur
og að vakna of snemma
að morgni - er algengt
vandamál á Íslandi.

Er svefnyfjanotkun
margfalt meiri hér en í
löndunum í kringum okkar.
Tengslin við heilusleysi
og sjúkdóma eru þekkt
í kjölfarið og mikið í húfi að
bæta svefnhegðun landans.

Fyrsta skerfið í þá átt er
að fá góða yfirsýn yfir
svefnvenjur Íslendinga
í dag sem greinilega
hafa farið versnandi.
Lengd svefntímans hefur
farið úr 8 klst. frá því
um miðja síðustu öld
 niður í 6-6.5 klst. og
 jafnvel minna hjá
mörgum í dag sem
er einfaldlega
alltof lítill svefn.
Miðað er við að kjörtími
 svefns sé að jafnaði
7-8 klst. á nóttu.


Um svefnleysi segir
Gyrðir Elísson svo í
bókinni Upplitað myrkur
frá árinu 2005:


hafdjúpin:
það kemur enginn
djúpsvefn

koddinn er harður
sem steinn
á hafsbotni.*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148  149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA