Forsíđa   

 21.12.2022
 Vegurinn liggur til veralda ţinna...




Fögnuður á Vetrarsólstöðum
nú þegar lengsta nóttin er að baki
og stysti dagur ársins rennur fram;
sól stendur andartakið kyrr, hverfist
svo um sig á himinbaug.
Festingin hingað tll fengið að vera
í friði og enn á sínum stað:
vegur minn liggur til veralda þinna,
kvað listaskáldið góða.

Dag tekur að lengja á ný og það
birtir hænufetið sem reynist
samt býsna drjúgt.




Magnað að fljúga sjónflugi yfir
Fagradalshraun á þessum tíma-
mótum Náttúrunnar og berja
eldstorknaða svarta flákana í
Geldinagadölum og Merardölum
augum í mildri skammdegisbirtu
þessa sólstöðusíðdegis.
Maður þakkar bara pent.
Nýtt land í mótun og forvitnilegt
að fygjast með smáveru- og
plöntulífi setja sinn svip á það
með tíð og tíma.




Inn á milli hamfarafrétta fjölmiðla
og samskiptamiðla--sækjandi æ meir
í peningainnspýtingu frá ofsa og hatri--,
er gleðilegt að sjá jákvæðar frásagnir
eins og af notkun blóma í framleiðslu
á gervileðri - pleðri. Í stað þess
að sóa þeim og henda þó sölnuð séu.
Blóm,sem áður höfðu verið notuð til
þess að gleðja, í virðingarskyni eða
til lofgjörðar, fá nú nýtt hlutverk í
endurvinnslu og framleiðslu nýrrar
og skaðlausari afurðar.
Sýnir í leiðinnii hve hugvitið getur fleytt
okkur áfram til nýrra dáða og uppgötvana
án þess að valda lífríkinu skaða.
En á nokkrum áraugum hafa, illu heilli,
um 70% villtra dýra og plantna horfið
af sjónarsviðinu.

.
Blómin í allri sinni fegurð og lítillæti,
sigra hjörtun og veita vonarbirtu
líkt og biskupshatturinn eða
fjalldalafífillinn af rósaætt með
sín stóru og drjúpandi dumbrauðu
blóm á háum stöngl, nú í vetrardvala.
Rótin harðger og lifir af og var.notuð
bæði til nytja og lækninga hér áður,
hjálpleg við hita og kvefi sem herjar
á þessum árstíma - og mögulega
tll þess að brugga jólaölið!

Gjafmildi og seigla blómjurta á köldu
landi, lærdómsrík; fjalldalafífill hefur
fundist hæst eða í allt að 640-660
metra hæð til fjalla og dala hérlendis,
í Eyjafirði, ekki fjarri æskuslóðum
listaskáldsins góða.
Fyrr á öldum voru þessar slóðir
gjarnan kallaðar undiir Fjöllum.

Ekki að undra að mótunarár Jónasar
undir Fjöllum,að Hvassafelli og
Möðrufelli, setji svip sinn á
náttúruljóð hans og önnur skrif.
Hæglát sýn á festinguna á kyrrlátum
dögum við sólsetur, er honum
hugleikin; hann þýddi fjölmörg
gullfalleg ljóð líkt og Sólsetursljóð
enska skáldsins og konsúlsins,
G.P.R.James. Sólin, röðullinn,
mun rísa enn á ný og hresstur
snúa á himin:





Drag nú hið blásvarta,
blysum leiftranda
salartjald saman
yfir sæng þinni,
brosi boðandi,
að af beði munir
bráðlega hresstur
á himin snúa.




#
















 





Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19  20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA