Forsíđa   

 17.04.2022
 Andinn kćrleikans á bleiku PáskatungliPáskatungl er risið við yzta haf;
fegurð þess á sér samhljóm
í anda kærleikans--brunni lífs
í brjósti manns--eins og Björn
Halldórsson frá Laufási kvað.

Hið fulla apríltungl er gjarnan
kallað bleikur máni--pink moon.
Nafngiftin er komin úr máli
Indíánaþjóða í BNA og Kanada
og tengd fyrstu blómunum sem
þar blómgast á vorin en það eru
bleik blóm villtra ljómablóma,
svokallaðra Wild ground phlox.
Afbrigði þeirra eru þekkt í
görðum hérlendis, s.s. hinn
bleiki Garðaljómi eða
purpurablái Paradísarljómi.

Ljómablómin eru velþekkt
draumtákn og standa fyrir
góða drauma--sweet dreams--;
tengingu, einingu og kærleika
meðal manna.
Að loknum vetri, koma þau
aftur á nýjan leik, þessir
hugljúfu vorboðar. Tákn um
sköpun og endurfæðingu,
upprisuna í hringrás lífsins líkt
og páskaliljurnar á Norðurslóð.
Vitnisberar um seigluna í
hinu smáa, sem við mættum
gefa betri gaum í umhverfi
okkar og veitir gleði inn í tilvistina.

Minna á hin örsmáu, ástríku
öfl, sem vinna verk sitt í
samskiptum manna líkt
og einn af feðrum sálarfræða
og draumfræða, William James,
(1842-1910), orðaði það
þegar hann ræddi um að sér
hugnaðist ekki lengur stórvirki
og miklar ráðagerðir, stórar
stofnanir og mikið veraldargengi.

Þessa páska er hugurinn
hjá smáfólkinu, sem nú hrekst
frá heimkynnum sínum og
þarfrnast umhyggju og alúðar
í heimi grimmdar og ómennsku.
Börn þurfa elsku og gæsku
til þess að ná að dafna og vera til.
Skylt og ljúft að veita hjálparhönd,
styðja og styrkja, nú þegar öfugþróun
hremmir lífvænleikann og setur heiminn
á hvolf og ekki sér fyrir endann á.
Munum líka eftir vægi og mætti orðsins
í þessari nýju og ógnandi heimsmynd.
Kom þú andinn kærleikans,
tak þú sæti í sálu minni,
svala mér á blessun þinni,
brunnur lífs í brjósti manns.(Björn Halldórsson frá Laufási,
1823-1882).#

Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28  29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA