Forsíđa   

 22.03.2022
 Ţegar sólblómin snúa frá sólu og heimur fetar sorgarbraut



Nú að nýafstöðnum Vorjafndægrum,
þann 20. mars, syngja fuglar glaðir
í garði, syngja inn vorið í hug og hjarta.

Skógarþrösturinn er mættur--kannski
var hann hér í allan vetur--, eins og
snjótittlingurinn og auðnutittlingurinn,
starinn og hrafninm. Sólblómafræ
í uppáhaldi garðfuglanna.
Þetta er líka góður tími til að huga
að inniræktun sólblóma: sá fræjum.


Hin magnaða söngkona, laga-og
textahöfundur, Bríet, fagnar 23 árum
í dag. Meðal laga hennar er Sólblóm
frá 2020:



Veit ekki hvað ég vil sjá
þegar ég loka augunum.
Skýin svo tómlega grá,
sama hvar ég er.
Heimurinn snýst hratt í hringi,
er samt ekki á hreyfingu.
Hvort var það rétt eða rangt að fara frá þér?

---Og kannski sneri ég mér undan þegar ég átt'i að doka við
eins og sólblóm sem snýr í burt frá sólinni.
Ég visnaði.
Ég visnaði.




Megi raust mennskunar--máttur orðsins--,
bíta í heimi þeirra mannlegu hörmunga,
sem stríðið í landi sólblómanna,
Úkraínu, er, og færa hrjáðum, nýja von
og langþráð réttlæti.

Sólblóm eru sannkölluð draumablóm
í siðmenningunni og kemur ekki á óvart
að sem draumtákn, standi þau fyrir bæði
veraldlega hagsæld og andlega farsæld.

Sólblóm er þjóðarblóm Úkraínubúa
og er guli liturinn í fána þeirra,
tákn um þessi gjöfulu grös Jarðar.
En Úkraína er stærsti útflytjandi
sólblóma í heiminum. Þaðan koma
um 60% af allri sólblómaolíu
í veröldinni; hismið síðan notað
í dýrafóður. Úkraína framleiðir yfir
11 milljónir tonna af sólblómaolíu
árlega og þar af er mest flutt til
Indlands. Spurning hvað Indverjar
gera í stöðunni nú?

Það eru fleiri nauðsynjar í boði
náttúrunnar, sem Úkraína framleiðir
og flytur út, s.s. hveiti, bygg og maís
enda oft kölluð brauðkarfa heimsins.
Hvað gerist með fæðuöryggi heima fyrir
og heimsbyggðarinnar allrar í þessu
samhengi, er fyrirkvíðvænlegt.
Nú þegar eru ræktunarlönd eyðilögð,
og innviðir þar í landi víða rústaðir,
og fólk á flótta í eigin landi og úr landi.

Þá er ýmis hrávara, útflutningsvara,
s.s. kol. Gasleiðslur liggja um landið
vestureftir yfir til Evrópu. Með öðrum
orðum, landið er miðstöð fyrir ýmis
konar jarðefnaeldsneyti og flutning þess.
Þá eru strategískir málmar og steinefni
mikilvæg til útflutnings: stál, járn, nikkel,
fosfór, nauðsynlegt í rekstri samfélaganna
í bæði Austri og Vestri.
Orkubúskapur heima og heiman á í
hættu að raskast illilega.

Vissulega er endurskoðun hrávöru-
notkunar löngu tímabær vegna
ótæpilegrar kolefnislosunar í
heiminum með tilheyrandi veðuröfgum.
Nú liggur á að finna nýjar og
sjálfbærari leiðir til þess að nýta
hagkvæma og náttúruvæna hrávöru.

Þetta styrjaldarástand nú,
er það hrávörustríð? Borið uppi
af ásælni í auðlindir og yfirráð þeirra
og betri hafnlægi við Svartahaf?
Geópólítískur harmleikur.
Og ekki skyldi gleyma ofsóknaróðum
hugmyndafræðingunum að baki
valdsækinna stjórnarherra líkt og
áður hefur gerst í sögu Evrópu.




Sólblóm kallast líka sólfíflar,
Helianthus annuus, og voru
ræktuð í árþúsundir af Indíánum
N.-Ameríku. Bárust síðan með
Spánverjum til Evrópu snemma á 16. öld.
Og með Pétri mikla Rússlandskeisara,
(1672-1725), til Rússlands og Úkraínu
 á 17. öld eftir ferðalag um Vestur-Evrópu.
En Pétur nútímavæddi Rússland og
stóð fyrir umfangsmestu einræktun
sólblóma í Evrópu, sem sögur fara af,
og voru heilu landflæmin brotin undir
þá ræktun.




Nytjar sólblóma voru mjög fjölþættar
meðal sumra Indíánaþjóða eins og
Hopi Indíána, sem nýttu alla plöntuna,
notuðu blöð og stöngla til matar og
til körfu og mottugerðar og þurrkuðu fræin
og muldu í mjöl í brauð og grauta.
Nýttu fræin til litunar á listmunum
og vefnaði og sem líkamsmálningu.
Þetta segir okkur að hægt er að nýta
gróður Jarðar á mun fleiri vegu
en við gerum nú.

Mættum vera þessa minnug og að
þessi gróður Jarðar, sólblómin,
eru þeirri merku náttúru gædd,
að geta snúið krónum sínum
á stiklunum í átt til sólar hverju sinni.
En eins og Bríet syngur um í sinni sorg,
þá visna þau þegar þau snúa í burt
frá sólinni...




Það sem dýrmætt er, á í hættu að slokkna
og visna eins og núna með Úkraínu
ef haldið er áfram á þeirri sorgarbraut,
sem nú er fetuð.
Hermenn, sem börðust í báðum
heimsstyrjöldunum, hafa lagt áherslu
á friðarumleitanir og samninga og
vopnahlé á milli stríðandi fylkinga.
Það að setjast við samningaborðið,
sé leiðin áfram, ekki stríðsrekstur með
hrikalegu mannfalli og tilheyrandi
hörmungum á báða bóga.


Sólblómin raðast í spírallaga form út frá
miðri krónu; tímanum er oft líkt við spíral.
Við förum ekki afurábak heldur lærum af
hinu liðna með því að skoða spíralinn
í núinu og halda mót framtíðinni.
Sólblómin hans Péturs mikla Rússakeisara,
eru afar merk fyrir sögu Evrópu eins
og margt annað frá því tímaskeiði.
En sá tími er liðinn og kemur ekki aftur.


En tíminn er ólíkindatól og það eru sólblómin líka:
úkraínsk sólblóm og afurðir þeirra komu að góðum
notum við hreinsun eiturefna úr jarðvegi í Chernobyl
og síðar í Fukushimakjarnorkuverinu í Japan!


Hefjum upp raust vora til varnar mennskunni
og höfum þá auðmýkt til að bera að læra af
sögunni og reynslu kynslóðanna.
.



#









Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28  29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA