Forsíđa   

 22.12.2015
 Sólstöđudraumur fyrir bćttri réttarvitund: vaki vaskir menn!



Sólstöður og sólin rétt
hjólar (jólar) upp fyrir
sjóndeildarhringinn hér
á norðurhjara og brosir
til okkar mannanna barna,
réttlátra sem ranglátra.
Um það bil fjórar stundir
sem hennar nýtur í dag
eftir lengstu nótt ársins.
Fer síðan hænufetið sem
raunar telur býsna fljótt.


Það er gott að sofa og
dreyma í skammdegis-
myrkrinu en við megum
þó ekki gleyma okkur á
draumþingum eða í
mjúklátri værukærð
og sýndarveruleika
neysluhyggju um jól.


Vaki vaskir menn,
kvað náttúrufræðingurinn
og góðskáldið Jónas
forðum daga í ljóði sínu
Alþingi hið nýja 1840:



Sól skín á tinda.
Sofið hafa lengi
dróttir og dvalið
draumþingum á.
Vaki vaskir menn!




Draumur Skuggsjár
þessar vetrarsólstöður er
fyrir aukinni réttarvitund
bæði þings og þjóðar og
bættum þegnréttindum.


Mikið vantar upp á
réttarbætur og lagaumgjörð
 til að tryggja almannahag.
Ennfremur vantar eftirlit
með lögum og reglum
í þágu almennings og
að þeim sé framfylgt.


Takist okkur ekki að
snúa við því sinnuleysi
og stöðnun sem lamar
gróandann í þjóðlífinu
undir ofurvaldi okurs,
- en um okur vantar mjög
tilfinnanlega ákvæði
í stjórnarskrá, nokkurs
konar stoppmerki -, er
hættan sú að mannréttinda-
brot verði í æ auknum mæli
daglegt brauð - og sjálfsagt.


Brýnt er að ráðist verði í
endurskoðun á eldri lögum
 um hegningar og okur
frá árunum 1940 og 1960.


Í öllum helstu trúarbögðum
og siðakerfum heims
og eru þar t.a.m. bæði
 kristni og islam engin
undantekning, er okur
alveg forboðið og talið
sannkölluð eyðingarvél
eins og sumir nútíma-
fræðimenn nefna það.


Íslendingar eru taldir
mest friðelskandi
þjóð í heimi.
Spurningin er þó,
hvort við séum fremurr
værukær og andlega löt
en beinlínis friðsöm?
Eða, hvernig náði
okur - einn mesti
friðarspillir í mannlegu
 samfélagi - að verða
hér jafn ráðandi afl
og raun ber vitni?


(Jú, vissulega er
friður en kannski
bara fyrir suma,
ríkjandi sýndarfriður
  við allsnægtarborð
sjálftökunnar...).



Megi ljós jóla
færa sannan frið í
íslenska þjóðarsál
og fæða nýja von.


*
 




Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136  137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA