Forsíđa   

 23.09.2015
 Jafndćgur á hausti; eru draumar ţjóđar ryđgađir draumar?



Jafndægur á hausti í dag
og sól beint yfir
miðbaugi Jarðar.
Dagur jafnlangur
nóttu hvar sem er
á byggðu bóli.


Óvenju björt og fögur
himinsýn á Norðurlandi
síðla nætur og í árvöku.
Kveikt á allri festingunni
og morgunstjarnan Venus
í sínum fegursta búningi,
leiftrandi skír og nálæg.


Leiðir hugann að draumi
um betra mannlíf á
plánetunni og aukin
mannréttindi fyrir alla.


En draumar okkar
eru ryðgaðir draumar
ef miðað er við ástand
heimsmála nú um stundir.
Og Íslendingar mættu líta
sér nær áður en þeir týna
sér í sjálfbirgingshætti og
samúðarhræsni eins og
Guðbergur orðar það.

.
Maður líttu þér nær!
Eða ertu með þessa
upphöfnu íslensku
glýju í augunum?
Engin mannréttindabrot
á gamla Fróni?


En þrífst ekki t.a.m. 
lögbundið okur hér
sem hvergi annars
staðar um gjörvalla
heimsbyggðina?
Ekkert fyrirfinnst um okur
hvorki í stjórnarskrá né
annars staðar og veiðileyfið
á landann því sjálfgefið.


Er ekki merkilegt hve
púkinn á fjósbitanum hefur
gildnað árin frá Hruni?


Ryðgaðir draumar;
tími kominn á smá
sjálfsskoðun hjá
stjórnvaldi þessa lands
og hvert stefnir með
drauma um nýja framtíð
til handa öllum.


Framtíðin er flæði
möguleika en ekki
staðnað, ómennskt
heimatilbúið ástand.
Erum við ekki
að missa af einhverju
dýrmætu: lífinu sjálfu?
Svo vitnað sé í Yoda:



Always in motion
is the future.


*




Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136  137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA