Forsíđa   

 31.12.2013
 Endilöng Vetrarbrautin í vöku og draumi...Nú líður árið í
aldanna skaut
og óhætt að segja
að geimkönnun
og uppgötvanir í
eðlis-og stjarnvísindum
hafi markað stór
þáttaskil í sögu
mannsandans þetta
Herrans ár 2013.
Einnig ýmis ný tækni
og þróun í sýndarveruleika,
s.s. tækni á sviði
heilmyndasmíði (holograms),
þrívíddarskönnunar
og - prentunar.
Að ógleymdum
 samskiptum um
síma og net og
nauðsyn árvekni
á þeim brautum.

Lifum nú mót Jarðar
og Vetrarbrautar
og höldum á vit nýs
tíma í stjarnvíddum
himingeimsins.
Hin nýja vitneskja
mun óefað hafa
áhrif á drauma okkar.
Eða var það etv. öfugt?
Dreymdi okkur fyrst
þennan nýja tíma?

Í Ásareið
Gríms Thomsen
(1820-1896) skálds
og alþingismanns
- alinn  upp á
Bessastöðum sem
hann keypti síðar -
talar skáldið um
tímann og söguna,
að sagan sé ávallt
söm og ein hvernig
sem veröldin veltist:
við engar er hún
aldir bundin.

Grímur vitnar í
þessu samhengi til
okkar fornu goða;
sú trú er aldagömul
um byggt ból, að
við getum ferðast
um himingeim
og Vetrarbraut í
leiðslu drauma:


Jóreyk sé ég víða vegu
velta fram um himinskaut -
norðurljósin skærast skraut.
Óðinn ríður ákaflega
endilanga vetrarbraut.*

Skuggsjá færir þakkir
fyrir árið sem er að líða.


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169  170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA