Forsíđa   

 18.08.2024
 Balí: eyja Guđanna og samanburđur draumhefđa



Votur og svalur sunnudagur
hér í Norðrinu. Minnir nú
frekar á september en
ágúst en jæja...


Ýmsir draumar af landinu bláa
hafa okkur gengið hér
hjá Skuggsjá. Nú síðast
í draumi nætur af nýju eldgosi
á Reykjanesi, ofar í landslagi
en áður. Vonum það besta
og treystum okkar góða vísinda-
fólki og hjálparliðum. En tökum
störf þerra ekki sem sjálfsögð.
Hvar er hjálpin hjálparans,
segir á einum stað.




Þjóðhátíðardagur Indónesa í gær
og ný höfuðborg vígð á Borneó,
Nusantara, í stað höfuðborgarinnar
Jakarta á Jövu sem óttast er að
kunni að síga í sæ. Er það hrap
þegar hafið.





Talandi eða dreymandi um
eldfjöll og eldvirkni: Íslendingar 
hafa á síðustu árum tekið
miklu ástfóstri við eldfjalla-
eyríkið fjölmenna, Indónesíu, 
sem er fjórða fjölmennasta 
ríki heims. Og er jafnframt á
einhverjum mestu flekaskilum
sem um getur í jarðfræðilegri 
merkingu.


Trúlega er landinn ekki bara
að leita á suðrænar sólarslóðir
eins og á Balí sem er vinsælasti 
áfangastaðurinn heldur finnur
samkennd með lífi fólksins
og náttúrunni þar á eyjunni 
grænu, eyju guðanna. 
Eru eldgos og náttúruhamfarir 
þar mjög algeng í gegnum 
aldirnar og sársaukafullur veruleiki
í lífi íbúa. Jafnvel þó sjálf eldgosin 
geti reynst stórfenglegt sjónarspil,
þá vita Balíbúar að eyðileggingin 
getur líka reynst hörmuleg
líkt og hér heima, nú síðast
í Grindavík.




Það er verðugt rannsóknarefni
að kanna betur hvað reynist
líkt í draumhefð Indónesa og
Íslendinga þegar kemur að
draumreynslu er snertir bæði
fyrirboða að náttúruhamförum
og reynslu fólks af því að takast
á við afleiðingar þeirra.
Eldfjallaeyjur í suðri og norðri
og íbúar sem búa við ógnaröfl 
bæði skapandi og eyðandi náttúru.

Vísir að slíkum samanburði varð
til við heimsókn til Balí stuttu fyrir
Covid fyrir nokkrum misserum.
Nú standa vonir til að unnt sé
að vinna betur úr gögnum sem
söfnuðust þá. Ennfremur að skoða
margt fleira í andlegri trúarhefð
Balíbúa. En miðað við Indónesíu
í heild sem er fyrst og fremst
múhameðstrúar, ríkir enn sterkt
afbrigði Hindúatrúar og Búddasíðar
á Balí sem þar hefur þróast í 
aldanna rás.




Draumar, eins konar uppgjör á 
reynslu daganna og tilfinningum 
dreymandans. Sammannlegir og
gjarnan tengdir andlegri merkingu og 
lífstrú hvar sem er á heimskringlunni.
Tenging bæði inn á við og út á við.
Dýrmætur hluti mennskunnar og
raunveruleg gæði sem okkur ber 
að vernda og virða.
Að ógleymdu því að börn þurfa frið 
til þess að vaxa og dreyma -
og upplifa töfra draums og veru.


#





1  2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA