Forsíđa   

 29.08.2023
 Flóra Íslands segir sögu og gefur minningar...Höfuðdagur og allt í ágústblóma
er sumri hallar. Vonir standa til
að næstu vikur verði góðar
ef marka má gamla veðurtrú.Flóra Íslands segir margslungna
sögu um samspil plönturíkis við
landhætti, fólk, byggð og menningu.
Að vera innan um íslenska flóru
og dvelja í kyrrlátu og gefandi flæði; 
kærkomið hægstreymi í dagsins önn.
Gleði yfir gróandanum og gjöfum Jarðar.
Talað er um að um 5.500 villtar tegundir
blómplantna, byrkninga, mosa, flétta,
þörunga og sveppa, vaxi hér á landi.
Sagt er frá um 1.037 þeirra í máli og 
myndum á www.floraislands.is
Flóruvef hins stórmerka og ötula 
grasafræðings, dr. Harðar Kristnssonar, 
sem lést fyrr í sumar eða hinn 22. júní sl. 
En hann veitti lengi Náttúrufræðistofnun
Íslands-Akureyrarsetri, forstöðu. 
Var þar áður prófessor í grasafræði 
við Háskóla Íslands og hafði veitt 
Náttúrugripasafninu á Akureyri, 
forstöðu um árabil.
Doktor í plöntusjúkdómum frá 
háskólanum í Göttingen í Þýskalandi 
árið 1966.
Hógvær og ljúfur sveitadrengur úr
blómlegri byggð Eyjafjarðarsveitar, 
fæddur að Arnarhóli, í nóvember 1937.


Fræðastörf Harðar hvildu á herðum
ötulla forvígismanna náttúrufræða
hér á landi og má þar telja norðanmennina
og skólameistara Menntaskólans á Akureyri,
Stefán Stefánsson og Steinsdór 
Steindórsson frá Hlöðum. En sá fyrrnefndi 
skrifaði gagnmerkt rit um íslenskar 
háplöntur, Flóru Íslands, upp úr 
aldamótunum 1900. Og sá siðari
þýddi úr dönsku hina stórmerku 
Ferðabók náttúrufræðingsins og skáldsins
Eggerts Ólafssonar, og Bjarna Pálssonar,
síðar landlæknis. Örn og Örlygur gaf þá
þýðingu ú í tveim bindum árið 1978.


Fjölmargir hafa notið góðs af fræðum
og miðlun Harðar í gegnum árin
og þar með dýpkað kynni sín af flóru
landsins með lestri handbóka hans
um blómplöntur, byrkninga og fléttur.
Og síðar stórvirkisins Flóra Íslands,
Blómplöntur og byrkningar, sem út 
kom árið 2018. Meðhöfundur Harðar
að þessu glæsilega 740 blaðsíðna verki,
var grasafræðiprófessorinn Þóra Ellen
Þórhallsdóttir. Er verkið myndskreitt 
með máluðum og teiknuðum myndum 
eftir Jón Baldur Hlíðberg líkt og annað
tímamótaverk í grasafræði. 
Það hafði verið bók Ágústs H. Bjarnasonar 
frá árinu 1973, Íslensk flóra með litmyndum 
en myndir í henni voru teiknaðar af 
Eggerti Péturssyni.
 

Ljósar sem huldar lendur plantna,
heilu veraldirnar, nutu natni Harðar í
umfjöllun og meðförum. Tónlist og 
dans voru ætíð hugleikin; fóru vel
saman með léttleika seiðandi 
blómheima. Draumræn upplifun.

Helga Hallgrímssyni, náttúrufræðingi og
skólabróður Harðar frá Göttingen
og samstarfsmanni til margra ára,
farast svo orð í nýlegri minningargrein:Stundum var engu likara en hann lifði 
í öðrum heimi.Við hjá Skuggsjá minnumst Harðar með
djúpu þakklæti sem fyrirtaks kennara 
og glettins ljúflings. En fyrstu kynnin 
hófust á þeim góða stað,
Náttúrugripasafninu á Akureyri,
við dýrmæta leiðsögn þerra félaga,
Harðar og Helga.
Safnið var til húsa að Hafnarstræti 81
en þar í húsi hafði Amtsbókasafnið 
lengi verið og síðan Tónlistarskólinn.
Margir eiga þaðan góðar minningar

Megi blómin halda áfram að umvefja
Hörð á nýjum lendum.
#


1  2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA