Egg eru tákn nýs lífs,
upprisu og endurfæðingar
um veröld víða, fyrr og nú.
Og páskaeggin, sannkallaður
vorboði fyrir börn á öllum
aldri hér á landinu kalda.
Í draumfræðum er eggið
tákn innra sjálfs: sálarinnar
og andlegrar umbreytingar.
Minnir á hringrás tíma
og sköpunar.
Frjósemistákn.
Draumar af eggjum eru
mun algengari en menn
halda; leitir á Google
skipta þúsundum.
Í túlkun skiptir máli
hvort eggið sé nýtt
og óbrotið t.a.m.;
skrautlega máluð egg
eða vel skreytt, talin
vísa á vinafagnað.
Egg í draumi viðkomandi
geta annað tveggja birst
honum á tímamótum
á lífsleiðinni sem tákn um
að nýtt og bjartara tímabil
sé að hefjast, eða að eggið
geymi leyndardóma sem
muni birtast dreymanda;
að hann uppgötvi leynda
hæfileika sína eða sjái nýja
möguleika.
Páskar eru tími upprisunnar
í bæði eiginlegum og
óeiginlegum skilningi.
Kyrravika - Dymbilvika
að baki.
Megi tími íhugunar og
hvildar skila okkur
auknu heimsljósi.
Bjartari sýn og endurnýjaðri
tengingu við landið, okkar
innri mann og samferðafólk.
Ljósvíkingurinn og skáldið
Ólafur Kárason, lýsir
leit sinni á mörkum heima
og síðan upprisu á Páskum
eftirfarandi:
Þar sem jökulinn
ber við loft,
hættir landið
að vera jarðneskt,
en jörðin fær hlutdeild
í himninum,
þar búa ekki framar
neinar sorgir
og þessvegna er
gleðin ekki nauðsynleg.
Þar ríkir fegurðin ein,
ofar hverri kröfu.
(Halldór Laxnes; Heimsljós;
Vaka-Helgafell, 1955).
#
|