Forsíđa   

 31.12.2024
 Heilög sólin loftiđ prýđir viđ áramót; heilaroti og heilandi náttúra




Nú hnígur rás tímans
senn í aldanna skaut
og árið 2024 kveður.

Ár sem einkennst hefur
af ótrúlegum sviptingum
bæði á innlendum sem
erlendum vettvangi.
Og uppgangi stækkandi
hóps mannkynshrotta
um víða veröld þar sem
almennir borgarar og börn
eru álitin sjálfsagður
fórnarkostnaður.

Þróunin virðist því miður
víða vera í átt til
fasisma og aukins trúar-
og pólitísks ofstækis.
Rétttrúnaður og bókstafs-
hyggja inntak daglegs lífs.
Gervigreindin í höndum
slíkra afla, er óhugnanleg
tilhugsun, jafnvel staðreynd.
Nema hún fari að herma
eftir yfirvaldinu og taki
sjálf yfir...





En óbilandi seigla í krafti
réttætis og sannleika, trúar
á mildi og mennsku, sigrar
um síðir, eins og dæmin 
sanna. Hér heima er m.a.
brýnt að ráðast í uppfærslu 
áratuga gamalla laga 
í samræmi við nútíma-
skilning á lýðréttindum 
og verndun almannahags
og náttúru.
Úrelt, gömul lög eiga ekki
að vera stjórntæki yfirvalda.
Alþingi er jú fyrst og fremst
löggjafarsamkunda.




Vonir og draumar
eru nátengd og fela í sér
fræ nýrrar sköpunar og
lausna ef við gefum þeim
rými í daglegu lífi. Gefa
okkur sólarsýn:




Þegar að fögur heims um hlíðir
heilög sólin loftið prýðir,
lifandi hauður, vötn og víðir,
voldug er hennar sýn,
      þá hún vermir, hún skín.


(Bjarni Gissurarson. 
Um samlíking sólar.17. öld).





Veganestið út í nýjan dag,
er að skerpa meðvitund
og halda vöku okkar í
öllu amstrinu, ná að
vera stjórnendur í eigin lífi.
Láta ekki endalaust áreiti 
misgóðrar fjölmiðlunar
og ofurvald neysluhyggju,
yfirtaka daglegt líf og
svipta okkur sjálfræði.

Brain rot var orð ársins 
hjá Oxford University Press
og ekki að undra.
Heilaroti...




Náttúran lætur ekki að sér
hæða frekar en fyrri daginn
og heldur sína rás. Birtir
líknandi leyndardóma þegar
við gefum henni gætur.

Nú hefur t.a.m. verið sýnt
fram á að sú athöfn
að faðma tré, tree-hugging
fara í skógarbað, leysir úr
læðingi heilandi efnaskipti,
bæði fyrir tré og menn.


Verum minnug orða
heimspekingsins og 
ameríska lífskúnstnersins,
Henri David Thoreau,
(1817-1862), sem ritaði í
Walden, (Life in the Woods),
árið 1854:



Í villtri náttúrunni er fjöregg
heimsins falið.



(Thoreau er talinn orðasmiðurinn
að baki brain rot sem hann notaði 
í Walden--heilaroti--og tók þá 
hliðstæðu af potato rot).




#














1  2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 271 272 273 274 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA