Forsíđa   

 20.04.2025
 Egg í draumum páska - og fegurđin ein




Egg eru tákn nýs lífs, 
upprisu og endurfæðingar
um veröld víða, fyrr og nú.
Og páskaeggin, sannkallaður 
vorboði fyrir börn á öllum
aldri hér á landinu kalda.




Í draumfræðum er eggið
tákn innra sjálfs: sálarinnar
og andlegrar umbreytingar.
Minnir á hringrás tíma
og sköpunar. 
Frjósemistákn.



Draumar af eggjum eru
mun algengari en menn
halda; leitir á Google
skipta þúsundum.
Í túlkun skiptir máli
hvort eggið sé nýtt 
og óbrotið t.a.m.; 
skrautlega máluð egg 
eða vel skreytt, talin
vísa á vinafagnað.

Egg í draumi viðkomandi
geta annað tveggja birst 
honum á tímamótum
á lífsleiðinni sem tákn um 
að nýtt og bjartara tímabil
sé að hefjast, eða að eggið
geymi leyndardóma sem
muni birtast dreymanda;
að hann uppgötvi leynda
hæfileika sína eða sjái nýja
möguleika.




Páskar eru tími upprisunnar
í bæði eiginlegum og 
óeiginlegum skilningi.
Kyrravika - Dymbilvika
að baki.
Megi tími íhugunar og 
hvildar skila okkur
auknu heimsljósi.
Bjartari sýn og endurnýjaðri
tengingu við landið, okkar
innri mann og samferðafólk.



Ljósvíkingurinn og skáldið
Ólafur Kárason, lýsir
leit sinni á mörkum heima
og síðan upprisu á Páskum
eftirfarandi:




Þar sem jökulinn 
ber við loft,
hættir landið 
að vera jarðneskt,
en jörðin fær hlutdeild 
í himninum,
þar búa ekki framar 
neinar sorgir
og þessvegna er 
gleðin ekki nauðsynleg.
Þar ríkir fegurðin ein,
ofar hverri kröfu.



(Halldór Laxnes; Heimsljós;
Vaka-Helgafell, 1955).


#





1  2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 271 272 273 274 275 276 277 278 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA