Forsíđa   

 24.12.2017
 Trjádraumar á helgum jólumTré búa yfir dularmagni
og helgum krafti
samkvæmt trú og
siðspeki víða um lönd.Veraldartréð er
þekkt minni bæði
á Norðurslóð og í
Austurlöndum fjær
og raunar um heim
allan eins fram kemur
í sköpunarsögum bæði
Norrænna manna
og Indverja til forna.Í Upanishödum
Indverja er lýsingin
á Veraldartrénu
ótúlega lík sögnum
af Aski Yggdrasils:Upanhishöd tala um
Veraldartréð sem
tré sem lifir að eilífu,
hvar rætur snúa upp
og greinar vísa niður.Í norrænni goðafræði
stendur tréð upp
í gegnum heim allan
þar sem hver hlutur þess
nær í hvern hluta heimsins.Í draumfræðunum
eru tré talin mjög
sterk draumþemu og
mögnuð draumtákn
og skrifaði einn helsti
forvígismaður nútíma
draumfræða, Carl G Jung,
um þau merka pistla.
Lagði áherslu á
margræðni þeirra
í draumi þar sem
tré táknuðu þróun,
vöxt og fullþroska
en tengdust líka
hringrás lífs og dauða.Nú eru helg jól upprunnin
með þeim forna sið
að helga tré og skreyta;
jólatré með sín ljós
ljóma í myrkrinu og
lýsa okkar leið.Hjá forfeðrum vorum,
Keltum, var trjáatrú sterk
og mikil helgi á trjám.
Bæði Almanakið og
stafrófið var tengt trjám.
Samkvæmt þessum fornu
fræðum hefst þrettándi
tunglmánuðurinn í dag
sem er mánuður Birkisins,
en í gær lauk fyrra
tunglmánuði sem var
mánuður Ylllisins.En það þarf að vökva
og hlúa að hinu
helga Veraldartré:
Lífsins tré.
Það vex ekki herrum
Jarðar til yndisauka,
eða dafnar bara
af því mannfólkinu
þóknast það.
Leyndardómurinn í
myrkviðinum...
"The creation of
a thousand forests,
is in one acorn."
(Ralph Waldo Emerson,
1803-1882).
*


Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91  92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA