Forsíđa   

 19.07.2014
 Ađ dreyma betri tíđ í hörđum heimi...



Á alþjóðaráðstefnu
 draumfræðinga í hinu
 fornfræga Rolduc klaustri
 í Hollandi árið 2011,
tóku margir af helstu
draumfræðingum heims
að ítreka mikilvægi þeirrar
einlægu viðleitni að láta
sig dreyma drauma
um betri framtíð
mannkyni til handa.
Síðan hefur þessi
áhersla stigmagnast.
(Þeir eru að tala um
drauma nætursvefnsins
ekki síður en vökunnar).

Þetta kann að hljóma
ansi einfeldningslega
- so what -
en þegar að er gáð,
þá er æpandi þörf
 fyrir endurnýjaða og
bætta veraldarsýn
í hörðum nútíma.
Og þessir sömu
draumfræðingar telja
einmitt draumana
farvegi slíkrar sköpunar.
Að með ákalli og
bæn draumsins og
sameinginlegu dreymi,
gætu opnast leiðir
til að snúa frá nær
óumflýjanlegri niðurstöðu
heimsþróunar á heljarþröm.

Án ímyndunar og
draumsýna verður
stöðnun og hrörnun
og rof á tengslunum
við kærleikskjarna
mannlegrar tilveru.
Stutt í afskræmingu
mennskunnar eins
og nú sér stað
og hollenska þjóðin
fer ekki varhluta af.

Hð mystíska lag Kashmir
sem Led Zeppelin sendi
frá sér árið 1975 á
Physical Graffiti albúminu,
minnir okkur á hve leikur
ímyndunaraflsins er
mikilvægur til að rjúfa
 múra tíma og rúms,
- umskapa og endurskapa -
 og tengjast veruleikanum
á nýjan og frjóan hátt,
vakna innan draumsins
og dreyma nýja drauma.

Lagið var t.a.m. samið
 í ferð um auðnir
Sahara þó það raunar
bæði heiti og beri keim
af öðru landi lengra
í austri, hinni íðilfögru
gróðurvin Kashmír
dalnum, sem gjarnan er
líkt við himnaríki á jörðu
eða hina jarðnesku
paradís, Shangri La.
(En er á sama tíma
eitt aðal átakasvæði
heims í sögulegu,
pólitísku og trúarlegu tilliti).

Til er ævaforn draumur
um Kashmír hvaðan
ljós mun skína
og hjarta - aham -
tilvistar ljóma:


Oh let the sun beat down upon my face,
stars to fill my dream
I am a traveler of both time and space,
to be where I have been
To sit with elders of the gentle race,
this world has seldom seen
They talk of days for which they sit
and wait and all will be reavealed


(Led Zeppelin, úr Kashmir, 1975).


*





Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167  168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA