Sumarsólstöður í dag,
tímamót í Móður Náttúru.
Sólin nær nú
þeim stað á sólbaug
sem er lengst norður
af miðbaug á himni.
Lengsti dagur ársins
og stysta nótt að baki.
Ölu er afmörkuð stund
í margslungnu klukknaverki,
tik, tok, tik, tok.
Og Jónsmessan
handan við hornið
nær heyra má grös gróa,
kýr tala, drauma rætast.
Sannarlega kærkomið
íslenskt sumar í dag
til sveita og sjávar;
sölstöður kl. 16.38.
Og fyrsta alþjóðlega
jógadeginum hleypt
af stokkunum í dag
í Nýju Delhí á Indlandi.
Allt streymir fram
eins og áin
- elfur tímans -
allt er án afláts í vexti,
líka á nóttunni,
ekki síst í gróðurvinjum
á borð við þær á
bökkum Laxár í Aðaldal.
En um það undarlega
fyrirbæri lífsins
að vaxa á nóttunni,
kveður Þóra Jónsdóttir,
skáldkona frá Laxamýri,
svo í ljóði sínu
Vaxið á nóttunni:
Glugginn snýr í austur
nemur við þakbrún
stór gluggi í smáu herbergi
Afdrep til að vaxa á nóttunni
Sólskríkjan vaknar jafnsnemma sólinni
Tjöldin eru gagnsæ og blámynstruð
Það er rumskað og sofið áfram
Birtan og söngurinn seytla inní drauminn
meðan sólin og krosstré gluggans
færast af einum vegg á annan
Ekki dagar alltaf þannig
( Þóra Jónsdóttir; Línur í lófa, 1991).
*
|