Ár belgjurta, fræja
og sjáfbærrar tilvistar,
er risið, árið 2016.
Belgjurtir á borð við
soya baunir, rauðar baunir,
grænar baunir, linsubaunir
og kjúklingabaunir eru
fullar af eggjahvítuefnum
og góðum kjarnsýrum.
Baunir eru bæði
hollur og ódýr matur.
Þær efla almennt
heilsufar og eru taldar
draga úr líkum á ýmsum
alvarlegum sjúkdómum
svo sem sykursýki,
hjartasjúkdómum og
krabbameinum.
Belgjurtin - baunin -
var og er enn mörgum
á jarðarkringlunni
undirstaða lífsbjargar.
Með baunum eins og
soyjabaunum og rauðum
baunum væri raunar
hægt að brauðfæða
alla jarðarbúa
sökum hás og
fjölþætts næringargildis.
Meðal þjóðanna í
austri og vestri var
ákveðin helgi á
baunum, ekki síst
á soyabaunum og
rauðum baunum.
Indíánar Ameríku
álitu til að mynda
þessar tvær baunir
brú á milli heima.
Því bar að rækta þær,
meðhöndla, elda og
framreiða af virðingu
fyrir Móður Jörð sem
gaf þær mannkyninu
til vaxtar og viðgangs.
Helgi þessara bauna
meðal þjóða heims
og þeirrar gjafar úr
ríki náttúrunnar sem
baunir eru mannkyni til
sjálfbærni og framgangs,
minnir á eitthvert
frægasta ævintýri
allra tíma, söguna af
Jóa og baunagrasinu.
Ferð Jóa á milli heima
er byggð á draumi Jóa.
Gleðilegt ár bauna
og drauma 2016!
*
|