Forsíđa   

 25.03.2016
 Tré: lifandi táknmyndir eilífrar hringrásar; en tala tré?

 


Tré og átrúnaður á tré
hefur lengi fylgt mannkyni.


Iðulega eru tré talin
dulargáfum gædd,
geta bæði heyrt og
talað, veitt leiðsögn
og varað við hættum.
Þau verða sum mjög gömul,
eldri en heilir mannsaldrar.


Tré eru sannarlega lifandi
táknmyndir eilífrar
hringrásar lífs og dauða,
endurnýjunar, frjósemi og upprisu.


Fíkjutréð - tré góðs og ills -
er af mörgum talið eitt
helgasta tré heims en
 það nær að endurnýja
rætur sínar og færa sig
úr stað eftir þörfum.
Það var einmitt undir krónum
fíkjutrésins sem Buddha öðlaðist
sína uppljómun í Bodh Gaya.


Dæmi um talandi
tré
í trúarbrögðum og
heimspeki eru Tré Lífsins í
gyðingdómi og kristni og
Askur Yggdrasils í heiðni.
Birtingarmyndir heimstrésins
sem á rætur í undirheimum
og hefur krónur sínar í himnum,
burðarás alls lífs, órofa tenging
milli heima og vídda;
talandi tré dýpstu visku.


Í nútíma bókmenntum
sjást dæmi um trjáatrú og
 sagnir af talandi trjám,
í verkum Íslandsvina á borð við
J. R. R. Tolkien og Neil Gaiman.
En hér á landi var reyniviðurinn
helgastur trjáa og lá bann
við að höggva hann.


Lengi hefur verið um það rætt
hvert tréð var í krossi Krists?
Ákveðin helgi skapaðist snemma
á krosstréð eins og fram kemur
í fyrsta þekkta ljóðinu á enska
 tungu The Dream of the Rood,
sem jafnframt vill svo
til að er draumljóð.


Ljóðið var meitlað í rúna-steinkross
í Ruthwell á Skotlandi á 7. öld.
Tileinkað heilagri Hildu,
abbadís í Whitby,
 hafnarbæ Jórvíkur - York,
þekktri að manngæsku
og ráðsnilld í samspili
engilsaxa og nýkristinna.


Ljóðið er kennt við
kúasmalann Cædmon,
síðar biskup, sem þekktur
var að því að dreyma
draumkvæði og syngja 
til dýrðar og vegsömunar.


Í ljóðinu talar dreymandinn
við krosstréð helga sem
talar til baka í sýnum
af andans dýrðarheimum.


Dream of the
Rood hefst
á eftirfarandi ljóðlínum:



Listen! I wil speak of the sweetest dream,
what came to me in the middle of the night,
when the speech-bearers slept in their rest.
.
It seemed that I saw a most wondrous tree
raised on high, circled round with light,
the brightest of beams. All that beacon was
covered in gold; gems stood
fair at the earth´s corners,
and five there were up on the cross-beam.
All creation, eternally fair,
beheld the Lord´s angel there;



(Exeter Bókin; þýðing
R. M. Liuzza úr Old English).




*
 






Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128  129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA