Forsíđa   

 16.05.2016
 Hreinleiki Hvítasunnu og mengunarböl hinnar helgu Ganges



Hvítasunnudagur skartaði
sínu fegursta hér á
norðurhjara með heiðríkju
og hlýindum; fjörðurinn
fylltist glöðu kvaki.
En í birtu og friðsæld
dagsins reynist mengunin
í höfuðstað Norðurlands
því miður raunveruleg
ógn fjölskrúðugu lífríki.
Nýlegar rannsóknir um
afkomu rauðbrystingsins
eru t.a.m. alvarleg
áminning í þessu tilliti.
Stofninn fer minnkandi,
það dregur úr færninni
 til að afla viðurværis og
lifa af, sbr. að goggurinn
 hefur verið að styttast.


Lengi tekur sjórinn við,
segir gamalt máltæki.
En allt á sín mörk.
Það er svo auðvelt
að gleyma því að
viðkvæm vistkerfi
Móður Jarðar taka
ekki endalaust við.


Þann 11. maí sl. birti
breski fréttamaðurinn
Justin Rowlatt, fulltrúi
BBC í Suðausturasíu,
inni á fréttavef BBC,
  magnaða frásögn í máli
og myndum af þeirri
miklu mengunarógn af
mannavöldum sem
nú steðjar að helgustu
elfur heimsins, Ganges
 á Indlandi eða Ma Ganga.
Oft nefnd elfur tímans.
Lífæð búsældar og
menningar í aldanna rás.
Lesa má greinina í
heild sinni undir heitinu
 India´s dying mother
.Poisoned river
(Sjá á www.bbc.co.uk/news/magazine-36267386).


En í allri menguninni
ná sumar lífverur samt
einhvern veginn að þrífast.
Dæmi um það er hinn
sérstæði og fáséði blindi
höfrungur sem á sín
heimkynni í Ganges
og suma aðstandendur
Skuggsjár hefur dreymt.



Nú eru miklar vonir
bundnar við þjóðarátak
um hreinsun Ganges.
Og einnig það átak að
efla vatnsbúskap með
áveitum úr Ganges en
þurrkar undanfarin 2 ár
hafa kyrkt allt gróðurfar.



Í bók okkar hjá Skuggsjá,
TRANSFER in Kashi and
the River of Time, segir af
átakinu Black Kashi Project
sem nemendur og kennarar
  háskólans í Benares - BHU -
settu á laggirnar og miðar
 að því að hreinsa Ganges
og hina helgu borg Kashi,
- Varanasi öðru nafni Benares -,
á bökkum árinnar en
borgin er ein mengaðasta
sem um getur á Indlandi.



Cowsmouth or Gaumukh
is the name of the cave in
the Gangotri Himalayan glacier
wherefrom the Ganga emerges,
 running in one mesmerizing flow
towards the Ganga Sagar
 in the Bay of Bengal.

The trees at her farther bank
look like a flowing stairway
to heaven in the morning mist.

Gamga is a goddess
sister of Parvati and
a symbol of purity.
No wonder Her waters
 are believed to bring
liberation or moksha to people.
That She is thought to form
a sacred bridge between
this world and the next and
 that bathing here is believed
 to bring liberation from
 the cycles of births and ease
the journey to the great Hereafter,

I am getting familiar with
Her banks covered with
rows of stonesteps which
sweep down ghat after ghat
where one can watch
 a great panorama of the joys
of life and the sorrows of death.

What highroad of Nature
who has triggered the
growth of civilization.
What web Kashi.




(Bjarnadottir, B. Transfer in Kashi
and the River of Time;
Penguin/Partridge, 2014;
ch. Ganga Devi, p. 141).



*





 



Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125  126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA