Árið 2017 runnið upp
með vonir og drauma
hjá háum sem lágum,
ríkum sem fátækum.
Skuggsjá óskar öllum
heima og heiman,
innanlands sem utan,
gleðilegs draumaárs!
Munum að virða
drauma okkar og láta
ekki traðka þá í svaðið.
Um hið dýrmæta og
viðkvæma - en þó seiga -
líf drauma, fer írska
nóbelsskáldið, William
Butler Yeats, (1865
-1939), þessum orðum:
Tread softly
because you tread
on my dreams.
Árið 2017 er ár
sjálfbærni í ferðamennsku
með það að leiðarljósi að
efla skilning meðal manna
og stuðla að heimsfriði.
Auka vitund um menningu
og menningararfleifðir á
hverjum stað og tíma en
þar skipa draumar
merkan sess sem bæði
lifandi og skapandi veruleiki
og ómetanlegar minjar
um líf kynslóðanna í vöku
og draumheimum svefns.
Dublinarbúinn Yeats talar
um himnaklæði og drauma
í ljóði sínu He wishes for
the Cloths of Heaven:
Had I the heaven´s embroidered cloths,
Enwrought with golden and silver light,
The blue and the dim and the dark cloths
of night and light and the half-light,
I would spread the cloths under your feet:
But I, being poor, have only my dreams;
I have spread my dreams under your feet;
Tread softly because you tread on my dreams.
*