Hundadagar ríkja nú um stundir
á heitasta tíma sumars á
Norðurhveli þegar bjartasta
stjarnan í stjörnumerkinu
Canis Major - Stóra-Hundi
rís á Suðurhveli í sólargangi
Ljónsmerkis, the Dog star -
Hundastjarnan, Siríus,
og tekur að sjást á morgunhimni.
Tímamót í náttúru og alheimi
hvar tími er jafnt afstæður
sem algildur; gjarnan er líka
talað um svokallaðan
alheims tíma - galactic time -
og nýtt alheimsár 26. júlí og
tímamótin þegar sólin fer
hringinn um miðju Vetrarbrautar
sem tekur hundruð milljóna jarðára.
Boðaföllin sannarlega mörg
og margvísleg í jarðnesku
og alheimslegu tímalínunni
í fortíð, nútíð og framtíð.
Hjá Forn-Egyptum var ris
Siríusar tengt hugmyndum
um goðmögnin Ísis og Ósíris
og hundaguðinn trúa Anubis
sem fylgdi látnum til lokadóms.
Jarðlífið var hugsað sem
undirbúningur fyrir dauðann
og voru draumar mikilvægur
hluti þess að hverfa á
eilífðarbraut, til stjarnanna...
Goðmögnin áttu sér samsvörun
á himni í stjörnumerkjunum
Óríon og Stóra-Hundi.
Nútíma rannsóknir á svefni
og draumum sýna að spendýr
dreymir og að draumar mannfólks
af dýrum eru meðal þekktustu
drauma og þeir draumar
sem helst eru munaðir.
Helst dreymir fólk hunda, síðan ketti,
snáka, hesta og köngulær.
Og eru draumar af hundum
taldir táknrænir fyrir eðlishvötina,
og þörfina fyrir aðra, sambönd
og aðstæður í daglegu lífi.
En hundana sjálfa dreymir líka!
Ef til vill dreymir þá helst,
(líkt og húsbændurna), það sem
gerist dagsdaglega og skiptir þá
máli eins og andlit húsbóndans,
samverustundir, leit að slóð eða bráð.
Sem sagt: fólk - og trúlega hunda
sem og önnur spendýr -,
dreymir það sem það hefur
áhuga á og gefur merkingu,
dreymir myndrænt og suma
raunar hljóðrænt og ekki rökrænt.
Draumar eru ekki bara eitthvert
draumaríngl eða bull, þeir segja
sögu þar sem hvert smáatriði
skiptir máli svo fremi við viljum
á þá hlusta og af þeim læra.
En til þess að eignast góðar
minningar, dreyma vel,
sofa og hvílast, þurfa bæði
mannanna börn og hundabörn,
að eiga gott atlæti, öruggt skjól
og notalegan svefnstað.
Dreymi ykkur vel undir Hundastjörnu!
We are multi-dimensional beings,
remembering our places
amongst the stars.
(Jean-Louis Pascal, 1837-1920).
*
|