Nú stendur yfir ein aðalhátíð 
Hindúa um heim allan, 
ljósahátíðin Diwali sem fagnar 
sigri ljóssins yfir myrkrinu 
og stendur í 5 daga. 
Margir þekkja tl hennar 
hér heima á köldu Fróni  
 
og fagna með því að snæða  
 
góðan indverskan mat í boði 
Austur-Indíafélagsins sem 
staðið hefur vaktina með  
 
sóma í áratugi, verðugur  
 
fulltrúi indverskrar menningar. 
Gleðilegt að síðan hafi fleiri 
indverskir staðir opnað. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Marg er líkt með draumhefðum 
Íslendinga og fjarlægra þjóða 
í Austurlöndum fjær en vissulega 
annað líka býsna ólíkt. 
Í Indónesíu, fjórða fjölmennasta 
ríki heims--um 261 millj. íbúar--, 
og sem tekur yfir samtals 
17 þúsund eyjar, (eylöndin 
liggja á milli Indlandshafs  
 
og Kyrrahafs), er trúin á  
 
handanheima og fleiri víddir 
ásamt trúnni á forspá í 
 
draumi--berdreymi--, sterk,  
 
líkt og hjá okkur Íslendingum.  
 
En það sem er ólíkt í dag, 
 er trú þeirra á misvinveitta  
 
andaheima og ótti þeirra við  
 
að illir andar komist að þeim,  
 
bæði í vöku og svefni.  
 
Eitt þekktasta stefið t.a.m. 
 
 í martröðum Indónesa,  
er að illur andi sé að elta  
 
þá og vilji vinna þeim mein. 
Minnir á eldri þjóðtrú okkar, 
s.s. á illvættinn möruna sem 
traðkaði á dreymendum, 
illar fylgjur, drauga, seiðskratta,  
 
og aðra óvinvætta vætti. 
Merkilegt rannsóknarefni væri 
samanburður á þessum draumhefðum 
þar sem um eyþjóðir er að ræða 
í báðum tilvikum með viðurværi 
bæði af sjávarnytjum og landi, 
ötulir sjósóknarar, haffræðingar, 
 
sæfarendur og könnuðir. 
  
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á sunnudaginn 27. október 
á nýju tungli, var aðalhátíð 
Ljóssins, og gyðjan Lakshmi, 
gyðja ljóss og fegurðar, 
farsældar og hamingju, 
 
heiðruð, og fílaguðinn Ganesha, 
guð velmegunar og heppni. 
Við Indlandshaf á suðvestur 
Balí, hefur nýlega risið hæsta  
 
stytta heims--64 fet og  
 
300 tonn--, af ektamaka 
gyðjunnar, lífsverndaranum 
 
Vishnu, og farskjóta hans, 
hinum goðsagnarkennda  
 
fugli, Garuda. Vishnu tengist 
draumum sterkt; sköpunar- 
draumur hans, fæðing úr hinu 
kosmíska eggi, mergjaður. 
 
Indónesar eiga samnefnt  
 
flugfélag hinum viljuga Garuda, 
og fer vel á að Vishnu styttan  
 
standi nálægt höfuðborg Balí,  
 
Denpasar, og alþjóðaflugvellinum þar.  
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þarna á suðvesturströndinni, 
eru hin svokölluðu 7 helgu 
sjávarhof Hindúa en þeir eru  
 
í miklum meirihuta á Balí 
ásamt Búddistum miðað 
 
við að Islam er ríkjandi  
 
á flestum öðrum eyjanna. 
Vishnu sést vel frá hofunum. 
 
Þessi sjö sjávarhof eru 
þannig byggð að það sér  
 
á milli þeirra og eitt það  
 
helgasta er Pura Tanah Lot 
sem stendur á fögrum 
klettadranga sem skagar 
út í Indlandshaf, helgað 
sjávarguðinum Dewa Baruna, 
sem er ein birtingarmynd Shiva. 
Hofin eru vernduð af máttardýrum, 
og er Tanah Lot verndað af 
stórum sæsnákum, eitruðum. 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sólsetur er mikilfenglegt við 
Tanah Lot, og hvítar strendur  
 
nálægs Seminyak þorps:  
 
áhorfendur setur hljóða og ósjálfrátt  
 
rís í brjóstunum þakkargjörð 
til almættisins hvort sem fólk  
 
telur sig nú trúað eður ei... 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
* 
 
 
 
 
 
  
			 |