Forsíđa   

 14.02.2020
 Sálarkortiđ: Persóna og Skugginn og draumlendur



Í djúpsálfræðinni er leitast
við að kortleggja lendur
sálarinnar, bæði hinar sýnilegri
og hinar duldari sem og
draumheima eins og kemur
vel fram í skrifum Carl G. Jung,
s.s. í the Red Book, og í skrifum
fjölmargra lærisveina hans.
Marie-Louise von Franz, (1915-1998),
var náinn lærísveinn Jung og skrifaði
m.a. um ævintýri og ýmis minni
í þeim, um drauma, alkemíu og
hið heilaga Gral, og beitingu skapandi
ímyndunarafls til þess að byggja
brú á milli hins meðvitaða og
undirmeðvitaða. Hún starfaði
lengi í Zurich við Jung stofnunina
þar og hefur haft mikil áhrif á
leika sem lærða um heim allan,
og voru skrif hennar ákveðið þema
í doktorsritgerð forstjóra Skuggsjár
á sínum tíma.




Á síðari árum, hefur hinn kanadísk
ættaði sálgreinir, dr. Murray Stein,
sem starfað hefur árum saman
við ISAP stofnunina í Zurich--
International School of Analytical
Psychology--skrifað í anda þessara
brautryðjenda og haft mikil áhrif víða
með bókum sínum um duldar
lendur sálarinnar og erkitýpurnar,
arfgerðirnar, sem dvelja í hinni
sammannlegu dulvitund.
Bækur eins og The Bible as Dream
og Map of the Soul - Persona:
Our Many Faces, hafa fengið mikið
alþjóðlegt lof, og komu út á
árunum 2017 0g 2019.




Nýverið kom út hjá Asheville-Jung
Center í Asheville, Norður Karólínu,
og Chiron Publications, önnur
bók Murray Stein, um sálarkortið,
Map of the Soul - Shadow: Our Hidden Self.
Í þessum tveim kortagerðarbókum,
fjallar hann annars vegar um
Persónuna, sem við sýnum út á við
og grímurnar okkar. Og hins vegar
um duldu öflin í undirdjúpum sálarinnar,
Skuggann, sem við viljum oft ekki
gangast við, en eru öllum sameiginleg,
og birtast gjarnan í draumum og
martröðum, jafnvel í ofbeldi og illvirkjum
einstaklinga og samfélaga.
Leggur áherslu á, að það sé ekki
fyrr en við viðurkennum þessa hluta
af okkur, sem við getum öðlast
dýpri sjálfsþekkingu og heilun,
sem síðan gerir okkur fært að
skilja og byggja betri heim.




Suður-Kóreska strákabandið, BTS,
hefur mjög hrifist af fræðum
Murray Stein og sendi frá sér
albúm eftir úkomu Persónu
bókarinnar 2019 og mun nú á
næstu dögum senda annað albúm
frá sér, sem vísar í margt í seinni
bókinni um Skuggann og er
albúmið unnið í náinni samvinnu
við Stein.
Raunar hét fyrsta albúm BTS
frá 2013, No More Dream,
trúir hinni fornu kóresku hefð,
að fjalla um skilin draums og veru.
Það er ekki úr vegi á sjálfan
Valentínusardag, að vitna í
eitt frægasta lag BTS úr fyrra
albúminu, sem hefur fengið
eitthvert mesta áhorf og spilun,
sem um getur á YouTube.
Lagið heitir A Poem of Small
Things - Boy With Luv:






Listen my my bay I´am
Flying high in the sky
With the two wings you gave me back then
Now it´s so high up here
I want you tuned in to my eyes
Yeah you makin´ me a boy with luv
Yeah you makin´ me a boy with luv


---------------

I´ll speak very frankly
Sometimes I was a little shut up
Elevated sky, expanded hall
Sometimes I prayed let me run away
But your pain is my pain
When I realized that, I vowed to myself,
with the wings of Icarus you gave me
Not toward the sun but toward you
Let me fly




#
























Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66  67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA