Forsíđa   

 18.05.2020
 Ađ vera í takti í skógi drauma međ söng í hjarta




Bjartir og glaðir dagar
lyfta nú sál  og sinni uppúr
Covid þunganum og vetrar-
illviðrunum sem svo sannarlega
hafa sett mark sitt á skóginn;
skóginn sem griðastað drauma
hvar fulgar syngja vorinu ljóð
og við erum í takti við lífið.
Kjarnaskógur er gott dæmi.
Fuglar kvaka og vappa,
skógarþrestir, hrossagaukar,
lóur, tjaldar, allir í bland.
Tryggir heimkynnunum í
Norðrinu og sumir flogið
þúsundir kílómetra yfir höfin.





En skógurinn kemur hrakinn
undan vetri; áratugum saman
hefur ekki orðið slík eyðilegging
þar sem nú, eins og sjá má ef
stígurinn upp með Brunnánni
er genginn. Hamfarir og snjóþungi
hafa brotið niður bæði stór og
lítil tré liggjandi eins og hráviði
í slóðinni og út um allt. Hér mætti
sannarlega skapa störf hjálpfúsra
handa við tiltekt og hreinsun...
Og því skyldi heldur ekki gleyma
að margir eru hraktir eftir
veðurhamfarir liðins vetrar og
óvægna farsótt með öllu tilheyrandi.
Bjargir og samhugur þurfa að koma til
og þó fyrr hefði verið því ýmsir hópar
í samfélaginu hafa því miður lengi
verið skildir eftir og þola fyrir vikið
ekki enn frekari þrengingar.





Hugrinn leitar í annan skóg,
nú í skosku hálöndunum,
til heimkynna Skuggsjár þar,
í Balquhidder hvar presturinn
Robert Kirk þjónaði í áratugi
á 17. öld og safnaði frásögnum
af verum annarra heima. Einn
helsti faðir skoskra þjóðfræða.
Og hvar enska skáldið, William
Wordsworth, (1770-1850), orti
hugfanginn af skógardýrð og
kynngi skógardalsins fagra--
Balquhidder--, um mikilvægi
þess að eignast söng í hjarta.
Snortinn af ímynduðum tregasöng
Hálandastúlkunnar sem yrkir
jörðina og nefnir The Solitary Reaper.
Söng sem hreyfir við fjarlægum
löndum og höfum og fyllir hjörtun...
Um þær mundir var Iðnbyltingin
að setja mark sitt á líf fólks og
hversdagsins og umbylta öllu,
svo mjög að Wordswoth fylltist
sorg yfir mögulega glötuðum
tengslum við Náttúruna og visku
hennar, og þess að falla sjálf úr takti
eins og segir í ljóðinu The World is
too much with us:






The World is too much with us; late and soon;
Getting and spending, we lay waste our powers;-
Little we see in Nature that is ours;
we have given our hearts away, a sordid boon!
This Sea that bares her bosom to the moon;
The Winds that will be howling at all hours;
And are up-gathered now like sleeping flowers;
For this, for everything, we are out of tune;-
It moves us not.


-------------




Margir tala um aukið draumflæði í
því hléi sem orðið hefur á öllu
vegna covid sem sýnir hve svefn
og hvíld og að vera í kyrrð með sjálfum
sér, eykur aðgengi okkar að dýpri
sviðum vitundarinnar. Draumarnir
eru líka gjarnan áberandi skírir,
bæði táknrænir og augljósir.
Og það merkilega er að draumar af
sjálfri kórónunni, birta ekki beina mynd
af veirunni heldur koma fremur fram
sem draumar af ormum og pöddum
sem fólki finnst herja á sig líkt og
í kófi fyrir vitum þess og andliti svo
vitnað sé í nokkra svipaða slíka
drauma sem borist hafa. Talið er
að tákn yfir svo nýja reynslu sem
veiran er, birtist okkur enn í draumi
sem dýr sem við þekkjum betur til,
og að það taki langan tíma fyrir
undirvitundina eða hina sammannlegu
dulvitund að hætti Jung, að tileinka sér
og mynda nýjar myndir og tákn af
nýjum, áður óþekktum fyrirbærum.






Er Náttúran etv. að endurstilla sig
og þar með heim manna?
Vonum það besta með söng í
hjarta - og verum í takti!




#








Síđasta frétt 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61  62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA