| 
 
 
 
 Í dag, 30. nóvember, er 
 Andrésarmessa, kennd við
 heilagan Andrés, fiskimann og bróður Péturs postula. 
 Hér á landi var helgi á Andrési 
 og heitið á hann til gæfu við 
 velferð heimilis og hjónabands; þegar menn reru til fiskjar, og til lækninga, einkum hálsmeina. 
 
 
 
 
 Í Dýrfirðingagoðorði fyrir vestan, hvar Hrafn Sveinbjarnarson, læknir og goðorðsmaður á Eyri við Arnarfjörð, réð ríkjum á 12.og fram á 13. öld, var 
 þekkt helgi á Andrési. 
 Fiskimið eru þar viða gjöful enda eftirsótt af bæði Íslendingum 
 og erlendum sjómönnum í gegnum aldirnar, s.s. Bretum, Frökkum, Spánverjum, Norðmönnum, Þjóðverjum  og síðar Bandaríkjamönnum. Verslun, viðskipti og þjónusta byggði upp þorpin á þessum 
 slóðum, t.a.m. Þingeyri við 
 Dýrafjörð, sem er elsti 
 verslunarstaður Vestfjarða  og meðal þeirra elstu á landinu. 
 
 
 
 
 
 Þegar Hrafn fann dauða sinn nálgast, er sagt að hann hafi dreymt heilagan Andrés. Einnig eru þekktir draumar Tómasar, vinar Hrafns í Selárdal, af heilögum Andrési, fyrir þeim
 hörmungaratburði þegar 
 Hrafn var hálshöggvinn á Eyri, þann 4. mars 1213, af óvildar- manni sínum, Þorvaldi 
 Vatnsfirðingi og mönnum hans. 
 
 
 
 
 
 Heilagur Andrés er verndardýrlingur margra Evrópulanda. Má þar nefna 
 Skotland, Rússland, Úkraínu, Girkkland, Rúmeníu, Kýpur og Tenerife. Hann á 
 sér heiðurssess í Austur-kirkjunni sem   æðsti patríarkinn í Konstantínópel. En dýrlingurinn er líka verndari fleiri 
 þjóðríkja eins og eyríkisins Barbados
 í Karíbahafinu sem í dag gerðist lýðveldi eftir áratugi í Breska- 
 samveldinu. Barbados heitir raunar líka Saint Andrew.
 
 Skotar halda þennan síðasta dag 
 nóvember hátíðlegan sem Þjóð-
 hátíðardag--kalla Andermas eða St. Andrew´s Day--. Á Andrésarmessu er skoskri 
 þjóðmenningu fagnað með 
 listflutningi, skáldskap, dansi, ofl. 
 Fer vel á að vitna til þjóðskálds 
 Skota, hins rómantíska og baráttu -glaða, Roberts Burns, (1759-1796),
 sem valinn var ástsælasti Skoti 
 allra tíma, árið 2009. Robert Burns segir svo í ljóði sínu 
 Hinn 7. nóvember, um annan merkan 
 nóvemberdag í skammdegismyrkrin 
 þegar ástin vakir; dagur um margt 
 frægur í sögunni sem ljósberi, 
 bæði fyrr og síðar:   
 
 
 
 
 
 The day returns, my bosom burns, The blissful day we twa did meet. Tho ´Winter wild, in tempest toil´d, Ne´er Simmer-sun was half sae sweet. Than a´ the pride that loads the tide, And crosses o´er the sultry Line; Than kingly robes, the crowns and globes, Heav´n gave me more - it made thee mine. 
 
 
 
 #
 
 
 
 
 
 
 
 
 |