Nýtt ár er risið úr regindjúpi
tímans og það gamla hnigið.
Von um betri tíð í kófinu, er
endurvakin, og líkt og í öðrum
krísum, vaknar spurningin um
endurmat og nýja sýn á alla
hluti.
Viss sorgartími ríkir hjá mörgum
um veröld víða yfir þeim og
því sem fólk og samfélög
hafa misst síðustu misseri.
Einnig í afkomu og lífsgæðum.
Veðuröfgar, flóð og eldar
hafa ógnað tilvist margra
lífvera--manna, dýra, plantna--
um heimsbyggð alla.
Árangur, sem náðst hefur í
mikilvægum baráttumálum,
hefur hrapað eins og á sviði
fátæktar og mannréttinda.
Skortur á tilgangi og tengingu;
merkingu. Vaxandi og lýjandi
einmanaleiki orðið kunnugt stef
í daglegri tilvist margra.
Nú þarf að bretta upp ermar
og hafa hraðann á.
Kominn tími til að tengja,
svo vitnað sé í Skriðjöklana,
sællar minningar.
Já, hvað tengir okkur sem
fólk, þjóð í samfélagi þjóða?
Eitt af því eru draumarnir.
Allar mannverur eru líka
draumverur og draumarnir
tengja alla menn. Bæði
draumar nætur og dags.
Dýrmæt er gjöf draumsins,
þeim, sem hlustar og hyggur.
Vitundarmögnun draumsins
og tenging við innri svið,
gefur orku til umbreytinga.
Sagt er, að missir skerpi
skilning á dýrmæti lífsins.
Og að besta ráðið við
kalblettum á mannlífinu,
sé blómstrandi umhyggja.
Svo skrifaði séra Jakob Ágúst
Hjálmarsson, prestur Ísfirðinga
en ættaður frá Bíldudal, í bók
sinni, Þormóðsslysið 18. febrúar,
1943, (útg. Vestfirska Forlagið,
2013) þegar 70 ár voru liðin frá einu
mannskæðasta sjóslysi Íslands-
sögunnar, Þormóðsslysinu
svokallaða. Í því fórst 7 manna
áhöfn og 24 farþegar á flutninga-
skipinu Þormóði, út af Garðskaga
á Reykjanesi í algjöru aftakaveðri,
konur, karlar og börn.
Flestir, eða 22, frá Bíldudal,
á leið í höfuðstaðinn.
Að rísa upp úr slíkum missi,
er ofurmannlegt. Sár gróa
í rás tímans. Elska, skilningur
og hluttekning í verki, græðismyrslin.
Megi árið 2022 reynast
tími blómstrandi umhyggju
í samfélögum mannvera og
draumvera nær og fjær.
#
|