Páskar við yzta haf boðandi
fögnuð vorsins og mildina
miskunnandi í mannheimi.
Skáldið, þýðandinn og rektor
Lærða skólans, Steingrímur
Thorsteinsson, (1831-1913),
yrkir um þá mildi og miskunn
sem draumadísin færir hryggri
sál með sínum elskuríka anda:
þeim sorgin sætast gleymist
er sólhýrt bros þitt sjá.
Kynslóðir íslenskra barna
eiga Steingrími margt að þakka
með þýðingum hans á Þúsund
og einni nótt og Sögum og
ævintýrum H.C. Andersen.
Svo yrkir Steingrímur um
draumadísina:
Í svefni ég sé þig værum,
þitt svífur fleyið dátt
á sævi silfur skærum
við sætan hörpuslátt.
Konseptið um draumadísina
lifir með þjóðinni og skilningurinn
á þeirri blessun, hugsvölun og
endurnýjun sálar-og líkamskrafta
sem svefn og draumar geta veitt.
Og er öllum börnum nauðsynleg
til vaxtar og þroska.
Ófá börnin hafa fyrst komist
í kynni við fjarlæg lönd og álfur,
aðra menningarheima við lestur
sagnasafna á borð við Þúsund og
eina nótt.Látið sig dreyma um
heima og geima.
Safnverkið er talið sett saman á
8. til 9. öld og er m.a. sótt fanga
í sögnum frá Indlandi, Persíu.
Sýrlandi, Arabíu og Egyptalandi,
Sagnirnar taldar frá fornöld og miðöldum.
Hver kannast ekki við sögurnar
af Ali Baba, Aladdín og töfralampanum,
og Sindbað sæfara?
Und friðar björtum boga
þú birtist mér í dúr.
Sem sól ég lít þig loga
er laugar sumarskúr.
Njótið gleðilegra páska
í draumsins friðarró.
#
|